elska hann en get ég... ?? hæhæ!
ótrúlegt hvað er þæginlegt og gott að fá álit annara á “vandamálum” sínum :)

Já ég og kærastinn vorum í partýi eitt föstudagskvöldið bæði frekar ölvuð og búið að vera gaman hjá okkur allt kvöldið, vorum bæði með vinum mínum og hans, þanngað til að já ég ætla nú ekki að fara að lýsa þessu í smáatriðum en segjum bara svo að hann hafi komið illa fram við mig, mjög. sagði orð sem kærasti myndi aldrei segja við kærustuna sína. aldrei… hann sagði mér að drulla mér út af því ég vildi ekki sofa hjá honum. það allavega endaði með því að ég labbaði útúr þessu partýi hágrátandi að reyna að finna bestu vinkonu mína. þessi strákur var einmitt svoleiðis að allir litu á hann og meira segja ég líka sem “notara” eða strák sem notar stelpur.. en þegar ég kynntist honum var hann svo góður og yndislegur við mig að ég trúði því virkilega að fólk gæti breyst. semsagt hann gæti virkilega verið góður við stelpu og elskað hana. þannig þarna um kvöldið þegar þetta gerðist kom þetta svosem engum á óvart. En þegar ég labbaði grátandi útúr þessu partýi var hann dauður áfengisdauða þarna inni. ég svaf ekkert alla nóttina eftir að ég kom heim ég bara grét og grét ég vildi ekki að trúa að þetta hafði skeð, því þetta var strákur sem ég elskaði mjög mikið. hann hringdi svo klukkan 6 sagði “ég trúi ekki að þetta hafi gerst! strákarnir voru að segja mér hvað hefði skeð, ég man ekkert eftir þessu ég sver það! ég hélt þeir væru að ljúga að mér fyrst þegar þeir sögðu mér hvað hefði gerst!” og þetta endaði frekar illa, en svo núna erum við mjög góðir vinir, alltof góðir:S við vorum búin að vera saman í næstum 4 mánuði. og það telst nú bara helvíti langur tími á hans mælikvarða í sambandi við stelpur. hann hringdi óteljandi sinnum daginn eftir en ég svaraði aldrei, svo eitt skipti svaraði ég og þá var hann að biðjast fyrigefningar í hálftíma. mér fannst þetta ótrúlega erfitt þar sem ég var að drepast, eg var svo hrifin af honum ennþá. vinkonur mínar og systir mín sögðu að ég ætti aldrei að líta á þennan dreng aftur eftir því hvernig hann kom fram við mig. En það var alltof erfitt til að ég gæti það, það var ekki möguleiki fyrir mig. 2 dögum eftir að þetta gerðist vorum við bæði að fara til Krítar ég með vinkonu minni og fjölskyldunni hennar og hann með vini sínum og fjölskyldunni hans, og á svipaðann stað. við hittumst til dæmis að algjörri tilviljun á ströndinni þarna úti og í búðinni. þetta var mjög óþæginlegt að hitta hann eftir þetta en samt fannst mér svo gott að sjá hann. svo þegar við komum aftur heim er hann oft búinn að vera að hringja og senda sms. hann segist ekki geta gleymt mér og segist elska mig ótrúlega mikið. Þetta er alveg klárlega erfiðasta staða sem ég hef lent í á minni litlu ævi :S ég elska þennan strák, en allt bendir til þess að ég verði að gleyma honum. og það er svo sárt, það eitt að hugsa um það er ótrúlega sárt. við tölum samt ennþá mikið saman. og ég óska þess á hverjum einasta degi að þetta hefði aldrei gerst og við værum ennþá saman. En allir í kringum mig segja bara “ Þú ert einhvað klikkuð ef þú tekur við honum aftur!” og þá hugsa ég líka oft “er þetta sem ég á skilið?” Hvað á stelpa einsog ég að gera í svona stöðu?? þetta er svo sárt, ég elska hann alltof mikið! hvað á ég að gera!?