…og það besta sem komið hefur fyrir mig. Þetta hljómar eins og klisja, ég veit. Mér er sama. Ég ætla að verja þúsund árum í helvíti fyrir hana. Ég mun deyja fyrir hana. Ég mun fórna sálu minni djöflinum fyrir hana, þó hún muni aldrei komast að því eða þakka mér fyrir það.

Hún er mér allt. Ég eyði tímanum í að hugsa um hana, þjáist þegar hún er ekki með mér, hugsa um það sem hún er að hugsa. Er ég að breyta stelpukjána í gyðju?

Sál mín er svo dimm hennar vegna, þó ég reyni að vera glaður á yfirborðinu. Hver sem lýtur á hana eða sýnir henni áhuga…mig langar að brjóta í honum hvert bein og brenna hann til ösku. En hvernig get ég ásakað þá fyrir það sem geri sjálfur? Ég hata þá samt.

Ég er lítill inni í mér. Er hún hrifin af öðrum? Af hverju verð ég að hugsa um það? Myndi hún yfirgefa mig ef einhver betri kæmi? Sætari, skemmtilegri, gáfaðari. Ég veit að henni þykir vænt um mig…en elskar hún mig?

Mun hún einhverntíman hata mig?