Það er ekki annað hægt að segja um mig nema það að ég er kjáni .

Fyrir nokkrum árum fór ég að renna hýru auga til eins vinnufélaga míns . Tíminn leið … ég gerði ekkert í málunum enda verulega heft í samræðuhæfileikum auk þess að vera með höfnunarfælni . Tíminn leið en tilfinningar mínar gerðu allt annað en að vera þægilegar og fara heldur ágerðust þær þar til að lokum hugsunin ein um að vera í sama herbergi og gæjinn var nóg til þess að ég missti tilfinninguna í löbbunum .
Þá fer ég að hugsa mér leik á borði enda haus yfir hæla ástfangin . Áður en ég næ þó að “meika múv” þá berast mér þær hræðilegu fréttir að hann sjálfur hafi sína djöfla að draga … hann var s.s hrifinn af stelpu sem var ekki ég nei þvert á móti ein af mínum betri vinkonum .

Þessi vinkona mín er holdgervingur fullkomnunar þannig að það var engin leið að ég með mína höfnunarfælni færi að reyna að toppa hana. Svo ég beið … tíminn leið . Þar til að lokum taldi ég víst að hann gæti ekki verið að hugsa um hana ennþá . En á þessum tíma var ég svo óð af ást að ég breyttist í rauðlogandi lampa ef ég þurfti svo mikið sem að yrða á hann í daglegu lífi . Ég gat samt talað við hann á msn . Við töluðum , kynntumst , töluðum jafnvel um að fara út saman … reyna að kynnast betur . Við áttum sameingilega vini svo að við umgengumst hvort annað meira . Þá kom samt bobb í bátinn , ég kom einfaldlega ekki upp orði í kringum hann . “hvað ef ég er með´örðruvísi persónuleika en msn gefur í skyn”“hvað ef hann er bara að fíflast í mér til að gera vinkonu mína afbrýðisama eða jafnvel bara til að komast að henni” Vinkona mín þessu hefur alltaf vitað af tilfinningum gæjannst til hennar … hún ýtir undir þær , nærir þær því þegar hún er niðurdregin þá getur hún alltaf yljað sér við að einhver vilji hana . Hún talar um hversu aumkunarverður hann sé , hún talar um hvað hún myndi beinta tilfinningum hans til mín ef hún gæti .. hún réði einfaldlega ekki við þetta … greinilega svona mikill sjarmör sem hún býr yfir .

Hlutirnir voru samt nuna að ganga loksins eitthvað … eitthvað eftir allan þennan tíma og hann sýndi mér´áhuga … talaði um að vilja mig að ég væri sæt og skemmtileg og hvað það yrði upplagt að hittast og fara út að borða eða eitthvað .
Ég var´í skýjunum . Þurfti bara að kyngja feimninni og búið. En samt stóð alltaf hugsunin um vinkonuna fyrir mér … samt ekki eins ógnandi og áður ég þurfti samt að spyrja .. og fékk svar að hann væri ekki eins hrifinn af henni og áður . Hann hefur aldrei sagt að hann sé hrifinn af mér … og þegar við erum saman með sameiginlega vinahópnum þá er hann allur að spá í henni .. eftir því sem ég tel allavega .

ég á svo erfitt núna .. ég veit ekki hvort að það sé eitthvað að verða úr þessu hjá okkur eða hvort að ég sé stundargaman þar til að hann fær það sem hann virkilega vill . Afhverju væri hann að segja alla þessa hluti við mig ef hann vill mig í raun ekki … afhverju að leika sér svona af mér ?

þetta var roseleg ohmígod krísa en mér líður betur við að tja mig .. deila þessu þótt þetta sé jafn ómerkilegt og það er .
takk fyrir að lesa þetta