Vinir…ég hef alltaf getað treyst á þá sem ég get kallað vini. Það eiga allir einhverja að og þeir geta leitað til þeirra.
En stundum lítum við á vini okkar sem sjálfsagðan hlut. Við hugsum líka þannig um aðra í kringum okkur. En þeir sem okkur þykir vænt um eru ekkert sjálfsagður hlutur, langt í frá.
Þegar manneskja fæðist þá hefur eitthvað svo ótrúlega stórkostlegt og merkilegt gerst. Hvert einasta barn sem fæðist í heiminum er svo dýrmætt, svo heilagt einhvern vegin.
Foreldrarnir líta á barnið sitt sem dýrasta gull og elska það svo heitt, og þau vita að þau hafa skapað kraftaverk.

Ég sit hérna um kvöld..klukkan að ganga tólf, og skrifa þessa grein, held ég, nema þessu verði breytt í kork. Fyrir sirka tveimur mánuðu, 12.apríl, missti ég afa minn sem mér þótti svo rosalega vænt um. Hann kenndi mér svo mikið, hvort sem það voru spil, landafræði, ljóð eða bara hvað sem er, þá þótti mér alltaf gaman að því að hann kenndi mér þetta. Hann var svo ótrúlega vitur eitthvað, og ég hef alltaf litið upp til hans. En í byrjun seinasta sumars fór hann að veikjast. Ég hélt að þetta myndi allt lagast. Ég leit á hann sem sjálfsagðan hlut, ég sýndi honum ekki alla þá ást sem ég hafði að geyma og ég hefði átt að hugsa meira um hann og kannski fara í heimsókn oftar.
Flestir afar hafa svona sæta afa bumbu og afi minn hafði þrefalda afa bumbu sem mér fannst ótrulega krúttlegt. Um veturinn var öll afa bumban horfin og hann var orðinn svo horaður. Hann var mjög veikur en af því að afi vildi ekki hafa mikið fyrir sér kvartaði hann aldrei yfir neinu. Svo að við fjölskyldan héldum að honum liði bara vel.
12. apríl fór hann í aðgerð. Það átti að skipta um æðar og eitthvað svoleiðis. Ég vissi innst inni að aðgerðin myndi ekki heppnast. Ég var heima hjá kærastanum mínu, fyrrverandi, og var alltaf að segja við hann að þetta myndi ekkert ganga, en svo taldi ég mér trú um það að allt myndi heppnast. Ég kom heim og spurði um afa. Mamma svaraði því að hann væri búinn í aðgerðinni en hann hefði þurft að fara í hana aftur.
Ég fór að sofa og daginn eftir fékk ég að vita það að afi væri dáinn. Ég varð öll tóm og ég var ekkert að trúa þessu. Hann var ekkert farinn.

Vá…nú er ég að tárast á fullu…en ég held samt áfram að skrifa…

Allan þennan dag grét ég og grét og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Kistulagningin var virkilega erfið fyrir mig. Ég fór inn í kapelluna og heyrði prestinn spila á selló og organistann að spila á orgelið og ég fór bara að hágráta. Ég var úti alveg þangað til að okkur var hleypt inn þar sem kistan var. Ég grét og grét eins og einhver smákrakki og fann ekkert..engin tilfinning…bara tóm…í jarðarförinni var þetta aðeins auðveldara þó að það hafi ekki verið auðvelt…enn þann dag í dag þá græt ég þegar að ég mynnist þess þegar að presturinn sagði í lokin eftir að hafa sagt ýmislegt um ævi afa: barnabörnin hafa misst mikið.

Ég trúi því enn ekki í dag að hann sé farinn…ég fer heim til ömmu og bíð eftir að afi komi inn í ganginn og faðmi mig…og þegar að við förum þá bíð ég aftur eftir því að afi komi að kveðja okkur og segi: faðmið nú hann afa ykkar.
Mér þótti svo ótrúlega vænt um hann afa, þó að hann hafi bara verið fósturafi minn, en ég þekkti hann alltaf bara sem afa þar sem að ég fékk aldrei að kynnast alvöru afa mínum. Hann dó úr hjartveiki þegar að pabbi var þriggja ára.

Það sem ég sé mest eftir var að hafa ekki farið oftar í heimsókn og talað meira við afa, hann sat alltaf þarna bara í stólnum sínum og drakk kaffi og við spiluðum stundum við hann. Hann sýndi okkur systrunum alltaf mikinn áhuga og vildi alltaf vita hvernig okkur gengi í skólanum og bara lífinu sjálfu. Hann var svo góðhjartaður og vitur og var mikið í því að styrkja hitt og þetta.

Af hverju gat ég bara ekki eytt meiri tíma með honum. Við vorum búin að ákveða það að halda upp á afmælið okkar saman, mín, hans og litlu systur minnar sem átti að vera tveimur dögum seinna.
Það varð ekkert úr því..í staðin fórum við til ömmu að skipuleggja kistulagninguna hans afa…

En með þessari grein þá vildi ég bara segja ykkur að koma vel fram við alla og sýna þeim að ykkur þykir vænt um viðkomandi!

Mitt mottó nú í dag er að koma fram við alla eins og þetta sé seinasti dagurinn með þeim..á endanum er það satt! Ég veit að þetta er tekið einhverstaðar annarstaðar frá og mér er sama =) ég lifi eftir þessu núna!!!

Takk fyrir mig,

Aqulera