Ég er í tilvistarkreppu með mitt samband. Ég er 31 árs, hún er 30, við erum bæði mjög falleg og flott, og góð. (really! :)). Við erum búin að vera saman í rétt rúmlega 7 ár. Fyrstu 5 árin var þetta tóm hamingja, ég gekk um á rósrauðu skýji. (Hef aldrei verið mjög heppinn með kvenfólk).
En það var of gott til að vera satt. Málið er að þessi elska hefur aldrei verið neitt fjörug í rúminu, en ég taldi alltaf að a) ég gæti komið henni á bragðið og b) allt hitt myndi bæta það upp.
En ég hafði svo rangt fyrir mér.
Fyrir rúmlega 2 árum fór pirringur að gera vart við sig. Hún t.d. kyssir mig eiginlega aldrei og mér hefur alltaf fundist það skrýtið/óþægilegt. Svo á þessu tímabili varð kynlífið alltaf bæði sjaldnar, og þessi fáu skipti, well… eins og að borða slátur í hvert mál. Ég fann að ég var að gefast upp. (Reyndar kom fram núna fyrir stuttu, þegar við fórum saman til sálfræðings, að hún hafði misst allan áhuga á mér, en ekkert sagt)
Svona gekk þetta í langan tíma, og alltaf ólgaði óhamingjan og óánægjan í mér. Loksins sagði ég henni hvernig mér leið.
Og á endaum hættum við saman í haust. Og oh boy, þá kynntist ég kvenfólki sem virkilega hafði gaman að leika sér í rúminu, ég bara trúði þessu ekki! Ég var farinn að halda að það væri eitthvað að mér!
Ég varð ástfanginn, en klúðraði því, og eitt og annað leiddi til þess að við byrjuðum aftur saman. En pirringurinn var enn til staðar, og verri, því nú hafði ÉG misst áhugan á henni, graddinn sjálfur! Og það líst mér ekki á. Ég hef bara enga lyst á henni lengur, finnst hræðilegt að segja þetta, en svona er þetta bara. Ég reyni t.d. ekki einu sinni að kyssa hana og finnst óþægilegt þegar hún gerir það, og kynlífið er ópersónulegt. Ekki misskilja mig, mér þykir óskaplega vænt um þessa stelpu og vil henni allt hið besta, en á hin bóginn virðist ég ekki geta breytt þessum tilfinningum til hennar. Annað sem fékk svolítið á mig. Við höfum rifist öðru hverju á þessum 5 mánuðum frá því við byrjuðum saman aftur. Og eitt kvöldið sagði hún (óbeint) að annaðhvort skyldi ég hætta að segjast vera óhamingjusamur eða bara pilla mér út. Mér var brugðið, en ég lét undan og “lék” hamingjusaman mann næstu 6 vikur, en sprakk svo aftur í gær og sagði henni frá því.
Ég spyr: Hvenær er nóg nóg? nú höfum við reynt í 6 mánuði og mér líður alveg jafn illa. Er það ekki vísbending, eða er ég að gera eitthvað vitlaust? Það eina sem mér dettur í hug er að snúa lífi okkar á hvolf, t.d. flytja út eða eitthvað, en það læðist að mér grunur um að það sé ekki til neins.
Við eigum engin börn ef það er eitthvað sem heldur í okkur…
Einn algjörlega rammvilltur í lífinu