Æ það er allt eitthvað svo erfitt hjá mér núna. Ég er 15 ára kvk.

Ég er eða var (veit það ekki) að dúlla mér með strák sem er 2 árum eldri en ég. Það var þannig að hann byrjaði eitthvað að reyna við mig með því að spjalla við mig á MSN og biðja mig að hitta sig. Þegar ég sá hann úti á götu leist mér alveg ágætlega á hann og allt það. En svo þegar þetta fór að þróast aðeins og við fórum að hittast tvö ein og þorðum að tala saman um hvað sem er, missti ég algjörlega áhugann. Hann er alveg ótrúlega hrifinn af mér og ég held að ég hafði “Over do it” með að segjast vera hrifin af honum. Af því að ég veit sjálf að ég er það ekki! Við leiðumst alltaf þegar við hittumst og við höfum kysst eitthvað einstöku sinnum en það var gegn vilja mínum.

Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að ég missti algjörlega áhugann á honum strax. Ég sé sjálf að við pössum engan veginn saman. Við erum svo ótrúlega ólík persónulega. Hann reykir og drekkur og er oftast dauðadrukkinn hverja einustu helgi og ég sit þá heima hjá mér í áhyggjuköstum um hvar hann gæti verið. En svo finn ég hann oftast en þá er ekki hægt að tala almennilega við hann þar sem hann veit varla hvar skal tala í símann, of drukkinn. En allavega er hann svo rosalega góður strákur innan við beinin og mjög viðkvæmur fyrir öllum stelpu málum þannig að ég þori ekki að segja honum að ég sé áhugalaus og biðja hann bara um að vera vinur minn. Hann á svo skemmtilega og frábæra vini sem ég eyði eiginlega öllum mínum frítíma með og ef ég segist vera hætt að spá í honum og særi hann vilja þeir alveg ábyggilega ekkert hanga með mér lengur.

Líka annað. Þegar við vorum “eiginlega” hætt að tala saman, eftir einhver rifrildi tottaði önnur stelpa hann og hann var slefandi upp í einhverjar aðrar stelpur, BLINDfullur. Sagði svo við mig að hann sæi svo hræðilega eftir þessu og vildi frekar halda í mig og gera hvað sem er til að láta mig fyrirgefa sér en ég varð svo brjáluð útaf þessu og er varla ennþá búin að fyrirgefa honum. Þó svo að ég sýni það ekki. Svo að ég treysti honum varla til að fara einn í partý með vinum sínum af því ég vill ekki fara í svona partý þar sem allir eru blindfullir. Ég verð alltaf svo pirruð í kringum fullt fólk.

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera? Ég vil hvorki missa hann né vini hans sem eru nú bestu vinir mínir núna. Ef ég segi honum að ég sé áhugalaus getur aldrei neitt orðið eins og það var áður. En ég bara verð að segja honum eða sýna honum að ég vilji ekkert samband með honum áður en það verður um seinan og ég særi hann mjög mikið. Mér þykir svo ótrúlega vænt um hann. HJÁLP.

Engin skítaköst, ég þaf nauðsynlega hjálp núna frá ykkur.