Persónulega er ég ekkert rosalega rómantísk í samskiptum við aðra..
sérstaklega maka!
ég á frábærann kærasta, virkilega frábærann!!
ég er fyrsta alvöru kærastan hans.. það er alltaf jafn sætt ;)
Sambandið okkar hefur alltaf verið spes.. og mjög svona ,,sætt"..
ég líka hitti hann, og var á bleiku skýi í smá tíma, án þess að reyna eitthvað að ná í gripinn.
En eftir ákveðinn tíma, þegar ég komst á það stig að ég hætti ekki að hugsa um hann..
þá bara ákvað ég að stökkva útí djúpu laugina og gá hvað myndi gerast.. :)
þetta var nú ekki dýpri pollur en það,
að ég tók hann með mér til nokkurra vina minna,
(sem eru ALLIR karlkyns) og þeim leist svo vel á hann.. að það var hálf samkynhneigt ;)
Einn af mínum bestu vinum missti meiraðsegja út úr sér.. Þetta er bara FOLIH!!!!!
hahaha.. það er ágætt að eiga svona hreinskilna vini.. finnst ykkur ekki?
nema það að á einhverju djammi, þá var maður búinn að fá sér aðeins í aðra tána ..
án þess að vera eitthvað voðalega drukkin,
þá man ég ekki afhverju ég gerði þetta..
ég bara var að segja hæ við hann sæta minn,
og áður en eg vissi af, þá var ég bara farin að kyssa hann.. :D :D
Ég var að fara þá.. hittumst bara á ballinu sagði ég :)
það gerðum við sko ;)
Ég mæli samt engann veginn með því að láta vaða í svona á fylleríi..
ég var heppin þarna, skal segja ykkur það!
Hef látið eftir ýmsu undir áhrifum allskonar hluta, og þetta var í eina skiptið sem ég var ekki að gera mistök.. :)
Að sjálfsögðu erum við saman ennþá..
komið rúmt hálft ár..
með highs and lows að sjálfsögðu,
maður verður alltaf svolítið þreyttur,
en ég er ekki ennþá ástfangin, ég er bara skotin í honum, og þykir svo vænt um hann, að ég geri ALLT :)
vil samt ekki fá neitt til baka.. mér finnst það nefnilega óþægilegt :P

ég hef lent í ýmsu,
og því miður hef ég tekið svoldið af þeirri reynslu með mér inn í sambandið (maður kemst ekki hjá því)
ég verð veik með ákveðnu millibili,
og þá ræður aumingja kærastinn minn ekki við mig :S
(kemur ekki á óvart.. þar sem ég get það ekki einu sinni sjálf)
Mér finnst ég heppin.. <3

ég vil ráðleggja ykkur öllum það samt,
þar sem ég var í rúmlega árslöngu sambandi við strák sem ég var ekki einu sinni neitt sérstaklega hrifin af..
… ekki láta sambönd sem gera ykkur ekki hamingjusöm, bara verða að vana..
það er ERFITT að losna útúr svoleiðis..
manni þykir alltaf vænt um manneskjuna,
og eftir því sem tíminn líður verður alltaf erfiðara að vera vinir eftir sambandið :)
(það er víst hægt að vera vinir eftir að maðúr hættir með viðkomandi)..
jú bara víst!!!! ;)
Ekkert sem ég skrifa er í samhengi ?