Ég þarf að biðja ykkur um smá hjálp. Málið er það að fyrr í vetur var ég með strák. Eftir að við hættum saman töluðum við ekkert saman við sáumst á hverjum degi en vorum alltaf jafn vandraðaleg. En núna erum við aftur farin að tala saman aftur. Mér líður miklu betur þegar það er svoleiðis en ég veit ekki hvað hann er að hugsa. Mér þykir enn þá mjög vænt um hann. En ég þori ekkert að gera í því vegna þess að ég er svo hrædd um að við hættum þá aftur að tala saman. Um daginn kom hann til mín til að segja bless því við eigum ekki eftir að sjást í svoldin tíma núna en þá var svona eins og það væru ekki allar tilfinningar gleymdar en ég veit það samt ekki.
Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera? Taka áhættuna eða bara sjá hvernig hlutirnir þróast?