Í gærkvöldi var ég að horfa á myndina Love Stinks. Ég hafði aldrei heyrt um hana, kærastinn kom bara með hana. Sérstaklega rómantískt nafn…hehe. En allavega myndin kom mér virkilega á óvart, á góðan hátt. Það er semsagt par og stelpan er búin að ákveða það að giftast stráknum, alveg frá því að þau fyrst kynnast. Ég skil ekki alveg hvaða máli það skiptir, ég meina hún var farin að tala um giftingu og barneignir eftir mánuð!!! Þetta er nottla frekar öfgafullt (amerísk mynd) en ég sé ekki alveg akkuru þau gátu ekki bara verið saman, hitt kæmi svo að sjálfu sér.
Mér finnst líka vera mikið í tísku á meðal fólks undir tvítugu að trúlofa sig. Ég hef heyrt um fólk niður í 15-16 ára aldur vera trúlofað!! Og það kannski eftir hálfs árs samband!! Mér finnst ótrúlegt að fólk geti bara ákveðið að binda sig svona svakalega fljótt. Ég er sjálf á þessum aldri og mér dettur ekki í hug að trúlofast kærastanum mínum. (Að vísu erum við bara búin að vera saman í 4 mánuði). En mér finnst þetta bara svo skrítið. Ég meina, ég elska kærastann minn núna, en næsta ári gæti allt verið breytt og ég farin að vera með einhverjum öðrum.