Já það er ein af þeim tilfinningum sem fylgja ásinni. Já þetta er sko grimm,vond og mjög erfið tilfinning . Og þegar þessi rosaleg tilfinning heltekur okkur missum við stjórn á öllu. Það eru eru svo margir sem dæma og hneggslast á þeim sem eru svo óheppnir að lenda í þessari gryfju og viti þið ég var líka ein af þeim. En eins og allir lenti ég fyrir nokkrum árum í þessari djúpu köldu gryfju og var þar frekar lengi þar. Þangað til að ég áttaði mig á þessu. En vegna þess að ég var svo lengi var ég orðin frekar særð og grimm. Málið var að ég var ekki lengur sár heldur ég var orðin reið og eins og ég sagið áðan GRIMM. En ég áttaði mig á því að ég var bara að hugsa vitlaust og væri hreinlega að éta sjálfan mig upp og hreinlega alla í kringum mig.

Það sem ég er að reyna að segja ykkur er það að þetta er ein af þeim hræðilegustu og öflugust tilfinningum sem ég hef upplifað. Þeir sem eru haldnir þessari hræðilegu tilfinningu hef ég nokkur ráð og fulla samúð. Því þetta er bara eitthvað sem maður getur ekkert gert að þangað til að maður áttar sig.

1. Breyta um hugsunar hátt. Já ég veit að það er hægara sagt en gert en hafið allavega eitt í huga við berum ekki ábyrgð á gerðum annarra.

2. Það þarf að gera eitthvað í málinu tala saman og setja valkosti ef makinn er að haga sér þannig að það sé ástæða að líða illa er það bara þannig að hann fær valið um að halda þér eða láta svona áfram.

3. mikil vinna tekur við að læra að treysta aftur
4. Halda réttum hugsunar hætti við, og reyna að passa sjálfan sig og halda þessari sjúklegu þráhyggju niðri sem getur allt í einu heltekið mann.

Vonandi gagnast þetta ykkur núna eða seinna
Kv Spor.
EF getur verið stórt orð