Ég er lesbía/tvíkynhneigð, ekki alveg viss, en ég er með strák sem ég hef verið með í þrjú ár, við erum mjög góðir vinir, en þegar við erum að gera “parlega” hluti, þá hötum við hvort annað, þegar við látum bara eins og mjög nánir vinir þá er það allt í lagi. Okkur þykir voða vænt hvort um annað og viljum helst bara vera saman að eilífu, en samt ekki, þetta er voða erfitt, ég vil vera með stelpum, reyndar má ég það alveg hans vegna núna, hann segist bara vilja mig, og ég bara fer í hringi ef ég hugsa um þetta, ég held að ég þarfnist hans svolítið og mér finnst það óþægilegt, en ég bara… hef ekki glóru hvað ég á að taka til bragðs!! Við rífumst, og erum ósammála um margt, mér finnst oft eins og hann elski mig ekki, sé bara með mér til að hafa eitthvað, og svo finnst mér eins og hann reyni að breyta mér, sætti sig ekki við hvernig ég er. Svo erum við bæði mjög skapstór og það getur farið ansi illa ef við erum bæði pirruð og reið! virkilega illa…. Því miður, en ég vona að það sé einhver hérna sem hefur lent í svipuðu og sagt mér hvað hann/hún gerði og hvernig það gekk… Plís setja þetta ekki á kork, þá lesa þetta miklu færri og mig dauðvantar einhver ráð!! Ég vil fara að losna úr þessarri hringekju hugsanna!!
Just ask yourself: WWCD!