Frænka mín var að hætta með kærastanum sínum því að hún kom að honum og annarri stelpu á bar að kyssast og kela.

Þannig er það að hún bauð honum með sér í bíó en hann sagðist ekki getað komið, hann “sagðist” ætla til Reykjavíkur með strákunum (gerist rétt fyrir utan Rvk.) og komst þess vegna ekki í bíó. Þá ákveður hún að fara í keilu í Rvk. með vinkonum sínum. Þær fara og frænka mín vinnur. Svo ætla þær á barinn að fagna því að vera í Rvk. og þær fá sér sæti.

Í vinakvennahópnum er ein stelpa sem við skulum bara kalla Guggu (ekki rétt nafn). En já.. hún er einhleyp. Og stelpurnar voru eikkað að skoða stráka fyrir hana og, segjum að hún heiti bara Jana, kom auga á eitt par vera að kela.

En hún virðir strákinn aðeins meira fyrir sér því að henni fynnst eins og hún kannist ekki við hann. En heyrðu.. er þetta ekki bara kærastinn hennar -segjum bara Möggu- Möggu (ekki rétt nafn)(frænka mín)! Og í því hættir stelpan, sem kærasti Möggu var að kela við, og kvíslar einhverju í eyrað á honum. Í því labba þau af stað og fara inní bílinn hans. Svo keyra þau í burtu.

Magga stendur upp og hleypur að bílnum sem stelpurnar voru á og eltir þau. Þau fara inní húsið hans sem er allt slökkt. Svo kveikist ljós á ganginum, svo er það slökkt og nú kviknar á ljósi í svefnherbergi hans. Og Magga er fyrir utan! En svo er dregið fyrir gardínurnar en hún sér enn skuggann. Þar sér hún hann taka utan um hana og og þau leggjast svo niður! Svo hún grípur til sinna ráða og fer útúr bílnum og dinglar stanslaust!

Hann kemur til dyra bara í sænginni! Hún slær hann utan undir og fer.. það var líka útilokað fyrir þau því alltaf þegar þau fóru tút var hann alltaf að daðra við aðrar stelpur.. en annars þá sagði frænka mín mér þetta..