Ég er aðeins 16 ára og tel mig hafa fundið ástina í lífinu. Já, ég er ein af þeim sem trúa því að það er einhver ein/nn þarna úti sem var skapaður/sköpuð til að vera með þér!
Ég var í 9. bekk, hann var á fyrsta ári í framhaldsskóla. Nýji vinur bróður míns. Það var ást við fyrstu sýn.
Ég sá að hann var feiminn og það var ég líka, við töluðum ekki mikið saman fyrr en hann fór að gista heima næstum hverja helgi í nokkurn tíma. Hann og bróðir minn sátu við sjónvarp og drukk bjór. Ég sat oftast með þeim og spjallaði við þá, ég vissi að bróðir minn færi ekki mjög seint í háttinn þannig ég og hann sátum langt fram eftir nóttu og spjölluðum. Það varð aldrei neitt meir, ég meina hvað átti svona strákur að vilja hafa áhuga á stelpu eins og mér! :O Ég tók þetta nærri mér og var frekar fúl, ég óskaði að ég væri önnur og gæti sagt honum tilfinningar mínar! allt var ömurlegt! meira að segja uppáhalds lag hans, á þessum tíma fékk mig til að fella tár í hvert einasta sinn sem ég heyrði það. Hversu sjúkur getur maður orðið!?
10. bekkurinn var þó skárri en ég var enn hrifin af honum. Ég man í hvert einasta skipti sem ég heyrði bróður minn tala um að hann væri að koma í heimsókn, dreif ég mig inní herbergi, lagaði hárið og klíndi einhverju framan í mig. Og hélt í einhverja von.
Menningarnótt 2004. ég var niðrí bæ með bestu vinkonu minni og öðrum stelpum, ég stend fyrir utan Hornið þegar ég heyri öskrað nafn mitt, þá var það hann vel hress með félögum sínum. Hann dregur mig og vinkonu mína með sér á hafnarbakkann því þeir ætluðu að sjá Bubba spila og fleiri. Ég hélt auðvita að hann væri að fara að reyna við vinkonu mína. En það var ég sem endaði í örmum hans í lok “tónleikanna”. Ég bráðnaði, þrátt fyrir að hann væri í glasi þá var þetta réttast í öllum heiminum. Hann kom með mér heim því ég var ein heima og gisti hjá mér. Hann bauð mér svo í bíó daginn þar á eftir, en áður en ég ákvað að fara, talaði ég við bróður minn og spurði hann hvort ég mætti fara. Hann kvatti mig til þess og sagði að hann hafi verið hrifinn af mér síðan hann sá mig. Við fórum svo í bíó, héldumst í hendur og höfum ekki verið aðskiljanleg síðan. Við erum nú búin með 5 mánuði og höfum hisst á hverjum degi fyrir utan 2.

Hann er bensínið mitt, dagurinn er ekki eins ef ég hitti hann ekki. Hann er hamingjan í lífi mínu. Við erum bestu vinir, eigum engin leyndarmál og tölum um allt. Hann sagði mér að hann hafði líka verið hrifin af mér í mjög langann tíma en haldið að hann ætti engann séns :P Ég get ekki séð framtíð mína öðru vísi en með honum,enda er það líka á dagskrá hjá okkur að vera saman að eylífu. Nú þegar ég felli tár þá eru það gleðitár, mér finnst ég svo heppin og í fyrsta skipi í mínu lífi er ég tilbúin til að gefa allt frá mér aðeins fyrir hann. Ég vissi ekki að þessi tilfinning væri til, að elska svona sárlega. En hún er besta tilfinningin í heiminum.
Að elska og vera elskuð.
*Lifi rokkið*