Það gékk þá, allavega hingað til... … já ég er öll í því að deila með ykkur hérna á rómantík lífi mínu. Þar sem ég er búin að segja ykkur núna frá tveimur höfnunum þá verð ég bara að nefna eitthvað jákvætt, svona einu sinni.

Nú kemur úlfaldi: Ég er hrifin af stráki og ég átti ekki númerið hans en svo var ég að sýna stúlku vonkonum mínum mynd af honum og viti menn þar er númerið! Ekki þorði ég að hringja í það því ég átti ekkert að vita það. Frekar beið ég aðeins og ætlaði svo sum ekki að gera neitt. Þrjár hafnanir var eitthvað sem ég gat ekki hugsað mér að þurfa að ganga í gegnum á fáeinum mánuðum. En þegar vinnuálag og sykur tvinnast saman þá gerir maður eitthvað sem maður ætlaði sér aldrei til. Ég hringdi og fékk bara góðar móttökur, það er að segja hann seti mér ekki vírus í gegnum símann og steikti ekki á mér heilann, kveikti svo í húsinu mínu og eyðilagði hjólið mitt, reyndar voru samræðurnar á þennan veg (sleppi kynningunni): “Viltu gera eitthvað með mér á morgun?” (svona að reyna að gefa það í skyn að ég vildi gera eitthvað með bara honum)
“Jaa það er eitthvað vesen í vinnunni á morgun”
(Þá brá mér nú heldur betur og ég þorði varla að segja bless af skömm)
“Já uhh… hérna… við sjáumst þá bara, bless bless” (Hann fattaði örugglega hvað ég hljómaði allt öðruvísi)
“uhh… allt í lagi, sjáumst” ( Hann hljómaði allavega eins og hann bjóst ekki við svona snögglegri kveðju)

Þá fattaði ég “OHH SJITT! Ég sagði enga dagsetningu!” Svo ég gerðist svo sniðug og senti sms “hey, en hvað með einhvern annan dag?” og svarið var “Jújú það er alveg hægt”

Ég meina hann skaut mig allavega ekki í fótinn fyrir að tala við sig svo ég er vongóð.

Hvað finnst þér?
Have a nice day