Hæ,
Málið er það að ég er mjög hrifin af strák (Köllum hann bara Palla) og hann er líka hrifinn af mér. Við erum mjög góðir vinir en hittumst aldrei. T.d. tölum við saman gegnum Internetið og í gegnum síma en ég hef hitt hann þó nokkrum sinnum. En mér líður illa útaf svolitlu.
Því ég og Palli erum svo hrifin af hvort öðru að við erum búin að plana allt fram í tíman, hvað við ætlum að gera og hvað okkur langar að gera og mér líður svo vel þegar ég tala við hann.
En svo er annar strákur sem ég hitti á hverjum degi sem er hrifinn af mér. Hann er mjög sætur en ég gæti aldrei byrjað með honum. Köllum þennan strák bara Sigga.
Ég og Siggi erum góðir vinir. Málið er bara að við erum alltaf að kyssast :$ Hann hefur líka beðið um að fá að snerta mig og ég leifi honum það alveg 100% og mér líður vel þegar við erum að þessu.
En þegar við erum hætt finnst mér ég svíkja Palla. Mér líður illa þegar hann hringir í mig og talar við mig rétt eftir það sem ég var búin að gera með Sigga. Ég ætla ekki að segja Palla neitt og ekki Sigga heldur af því mig langar þetta en samt ekki.
Því ég var einu sinni mjög hrifin af Sigga og var það í hálft ár og slefaði bara á eftir honum en þá var ég ekki nógu fullkomin fyrir hann en ég er það akkúrat núna þegar ég vill hann ekki.

Palli er draumaprinsinn minn og ég gæti aldrei hafnað honum fyrir neitt svona en ég er bara hrædd um hvernig hann mun taka því ef hann fréttir þetta. Ef hann hafnar mér gæti ég ekki ýmindað mér hvað ég mundi gera. Ég veit að hann mun frétta þetta ef þetta heldur svona áfram.

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?
Er ég bara svikari?
Hvað finnst ykkur um mig í sambandi við það sem ég er að standa í?

En gott fólk, ekki nein skítaköst takk fyrir :**