Sælir hugarar.

Þessi grein tengist varla rómantík heldur sambandsslitum og ástarsorgum. Þar sem flestir setja vandamál sín hér eða sorgir að þá er þetta besti staðurinn til að ná til þeirra sem eru jú að díla við sambandsslit og ástarsorgir.

Áðan var ég að svara 13 ára snót sem hafði hætt með kærasta sínum. Viðbrögðin hennar voru að svelta sig og reyna skera sig á púls! Og verð ég að segja að mér finnst leiðinlegt að þurfa lesa um slíkt því þetta er svo innilega ekki rétta úrlausnin.
Það sem ég vildi sagt hafa er að hér eru margir ungir hugarar sem vilja segja líðan sína hvernig tilfinningarnar þeirra séu núna og ég tek alveg fullt tillit til þeirra og er ánægð að þeir þori að opna sig og tjá sig um þetta. En þegar ég les um að þunglyndi, sjálfsmorð og sveltun sé efst í huga þeirra að þá verð ég að segja að mér blöskrar. Og hér fyrir neðan kemur yfirlýsing til þeirra sem hugsa svona og takast þannig við vandarmál sín þegar að sambandslitum kemur:

Það er alltaf sárt að hætta með einhverjum, hvort sem sambandið var í mánuð eða lengur því alltaf á þeim tíma að þá gefur maður sér tíma til að kynnast hinni manneskjunni, maður verður meira hrifinn og í sumum tilfellum ástfanginn.
Allir geta orðið ástfangnir, skipti ekki máli á hvaða aldri maður er á. Því jú, misjafnt vill maður túlka hvernig maður er ástfanginn. Ástin kemur í ýmsum myndum. Í sumum tilfellum hjá yngri kynslóðinni er þetta sjúklega mikil hrifning. Sumir segja að unglingar (undir 15) vita ekki hvað ást er. Þetta sé bara fyrstu skrefin að uppgötva hitt kynið og það fær fljótt leið á að vera hrifið af einni manneskju o.s.frv. Bara of mikið að gerast þegar maður er á þessum aldri. Enda líka tímamót að maður er að þroskast. Einhver sagði að þau yngstu væru of ung til að skilja ástina og hvað ást raunverulega er.
Hjá eldra liðinu eins og hjá mér sjálfri hugsar maður e.t.v. ástina sem skuldbinding fyrir hvort öðru, hafa prófað allt í gegnum árin og eru tilbúin að deila restinni af lífinu með einni manneskju.

Til þeirrar yngstu sem eru að upplifa ástarsorg vil ég segja að það er ekki heimsendir að hætta í sambandi. Lífið er allt framundan og það eiga eftir að verða fleiri sambandsslit í gegnum árin. Sambandsslit er bara einn af þeim hlutum sem eiga að þroska okkur og því engin ástæða til að lenda í volæði og vorkunnsemd.
Fólk þroskast með árunum og leitar t.d. af öðrum hlutum. Einnar helst gerist það þegar fólk kynnist öðru fólk eins og í menntaskóla.

Sambandsslit er bara eitt strikið sem sett hefur verið í reikninginn okkar og lífið heldur áfram. Bara eins og með allt. Allir verða fyrir einhverjum vonbrigðum á ævi sinni, hvort sem það tengist ástarmálunum eða einhverju öðru. Allir gera mistök og við lærum bara af okkar mistökum og pössum okkur að lenda ekki á sömu vonbrigði. En þegar unglingar vilja svelta sig, velta sér upp úr vorkunn og skaða sjálfan sig. Það er bara svo rangt og hreinlega ekki þess virði! Það kemur annar dagur eftir þennan og pottþétt annar kærasti/ önnur kærasta. Og bara lífið allt framundan! Finnst líka hryllilega sjálfselskt að vilja fremja sjálfsmorð út af e-m einstaklingi sem dömpaði manni því sá einstaklingur er ekki þess virði að vera svekkja sig yfir.
Viðbrögð unglinga við sambandsslitum gengur stundum svo út í öfgar og verður að einhverju svaka dramashowi. Bara sættið ykkur við það á þroskaðan hátt að sambandið gekk ekki upp. Ekki leggjast í eitthvað þunglyndi því þið græðið ekkert á því. Talið bara við einhvern fullorðinn ef ykkur líður svona hryllilega illa en ég get samt lofað ykkur því hvort sem þið ræðið við eldri systkini eða foreldra að öll eiga þau eftir að segja að þetta sé bara svona og hafa örugglega einhverja svipaðri reynslu að segja frá.

Og þeir sem vilja skaða sig á einhvern hátt. Þið viljið í rauninni ekki gera það. Þetta er ykkar aðferð að hrópa á hjálp og til þess að fá athygli, líklegast hjá þeim sem særði ykkur. En í alvöru eftir svona 5-10 ár, myndir þú vilja bera eitthvað ör á líkama þínum sem þú gafst sjálfri þér bara út af því að stelpa eða strákur út í bæ hætti með þér? Mér finnst það ekki þess virði, myndi minna mann stanslaust á það hversu heimskur maður var að vilja skaða sjálfan sig og hvað maður hugsaði mikið um að vilja deyja þegar t.d. í dag er maður í blóma lífsins, ekki hefði ég viljað missa af því.
Mín gömlu sambandslit voru líka dramatísk, reyndar ekki með sjálfsmorðum því ég lærði fljótt að það væri einfaldlega ekki þess virði. Fékk miklu frekar bara útrás með að skrifa bréf til stráksins eða eitthvað og segja hvernig manni leið þá. Í dag getur maður ekki annað gert en að hlægja af öllu þessu sem maður gerði, hvað þá þegar maður var að væla út af einhverjum strák sem maður var á föstu við 13 ára. Ég get í dag ekki einu sinni sagt að það hafi verið eitthvað samband af viti miðað við samböndin sem ég upplifi í dag.

En þið vitið svona nokkurnveginn hvert ég er að fara út í you youngsters… Ekki skaða ykkur eða svelta ykkur. Ekki gera eitthvað sem þið eigið eftir að sjá eftir í náinni framtíð eða særa aðra með því að hverfa frá þessum heimi. Fáið frekar útrás að gráta nóg og svekk svekk um stundarsakir. Það koma nóg af öðrum strákum/stelpum í líf ykkar, sjáið til. Og kannski þegar þið eruð orðin svona “gömul” eins og ég og búin að upplifa margt og mikið í samböndum að þá eigið þið eftir að hlægja af sjálfum ykkur og hugsa: “Hvað var ég að spá!?”. Það er líka til margt verra sem maður getur orðið fyrir en að hætta með strák eða stelpu. Það er ekki heimsendirinn.


Þetta er orðið að einhverju algjöru hakki hjá mér en ég held að ég hafi sagt alveg meirihlutann af því sem ég vildi segja. Og ég held að þessir “elstu” viti alveg hvað ég er að tala um.

Lífið er svo stutt, njótum þess á meðan við getum :)
I´m crazy in the coconut!!! (",)