Er kynlíf það mikilvægt að við þurfum ekki einu sinni sambönd til að stunda það?
Að við getum mætt manneskju og treyst okkur til að stunda það persónulegasta sem til er?
Er kynlíf orðinn það stór partur af nútíma samfélagi að maður getur ekki átt heilbrigt samband nema að þessi hluti sé alveg á hreinu?
Þurfum við líka stöðugt að vera að lífga upp á þetta?
Þarf kynlífið að vera jafngott eftir 7 ára hjónaband?
Getur kynlíf verið uppsagnar orsök?
Mega sambönd bara standa saman af kynlífi?

Kynlíf er eitthvað sem tvær (eða fleiri) manneskjur stunda saman, aldrei ertu nánari neinum. Veldu af kostgefni hverjum þú bindst svona trúnaðarböndum, þetta skiptir í alvöru máli. Ekki getur maður bara hlaupið um allan bæ og gefið öllum lítinn hluta af þér án þess að það hafi áhrif á þig. Kynlíf er annaðhvort vanmetið eða ofmetið, og hvað segir þú?
Have a nice day