Ég hef komist að þeirri niðurstöðu... … að ég er haldin ofsahræðslu við “singleness”, ég bara man ekki eftir þeirri tíð sem ég var ekki hrifin af stráki. Bara man ekki eftir því, ég hef alltaf verið sérstaklega hrifin af allavega einum.
En svo er þetta komið út fyrir hrifningu, þetta er orðin þráhyggja. Ég get ekki hætt að hugsa um stráka. Ég get ekki ímyndað mér mikla hamingju í framtíðinni án þess að það sé einhver sérstakur til að veita mér hana. Ég skil mig ekki og ég skil ekki þessa þráhyggju mína.

… að ég er háð nikótíni, eftir sextán ár og sjö mánuði (upp á dag) af óbeinum reikingum og svona tæknilega séð 9 mánuði af beinum reikingum (móðir reikir með barn í maga, já ég kom út úr móður minni) þá er með nikótín í blóðinu mínu.

… að ég er ekki svo góð í að halda utan um leyndarmál. Mér finnst einhvern veginn alltaf svo gangslaust að hafa þau, afhverju ekki bara að segja einhverjum. En þar á móti kemur að það geri mig viðkvæmari, er það eitthvað sem ég vil? Að vera viðkvæm?

… ég er viðkvæm, það er svo ótrúlega auðvelt að koma mér í uppnám eða móðga mig. Ég virðist bara vera gerð úr gleri (sem er hátt nikótíni)!

… að vinir eru ómetanlegir, allur stuðningur sem vinur getur veitt þér er alveg ótrúlegur. Hann er á við kraftaverk. Það sem þú gerir með vini og segir það er bara á milli ykkar og helst þannig. Allavega öllum alvöru vinum.

… að jólin eru ekki alveg dauð úr öllum æðum, fólk virðist enn þá hafa einhverja trú á skaparanum en það virðast allt of fáir tilbúnir til að viðurkenna það.

… að ég hef ekkert meira að segja.
Have a nice day