málið er það að ég kynntist strák og við vorum einhvað að dúlla okkur og ákvöðum að reyna samband. Ég þekkti hann samt voðalega lítið. ok við vorum búin að vera saman í soldinn tíman og ég var virkilega ástfangin og allt gekk vel hjá okkur. Eitt kvöldið ætlaði hann að koma til min um nóttina einsog hann hafði vanalega gert en hann kom aldrei.Ég vakti eftir honum einsog ég var vön að gera en um kl 6 um morguninn gafst ég upp ég hringdi um allt að leita af honum en fann hann ekki. Um tíu leitið næsta kvöld fann ég hann og þá sagði hann mér að hann hafði verið með sinni fyrrverandi alla nóttina, hún var að hjálpa honum að vinna og svo skruppu einhvert. Ég varð náttúrlega virkilega fúl og sár útaf því að hann lét mig ekki vita neitt um það að hann ætlaði ekki að koma einsog hann sagði. Nóg með það. ég fór heim voða fúl en samt við vorum búin að tala saman og hann sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur.Svo fretti ég að hann hafi sofið hjá þessari fyrrverandi um nóttina, ég varð virkilega sár og ætlaði bara að bíða þar til að hann kæmi um nóttina. svo kom hann til mín um nóttina en ekki einn hann var með sinni fyrrverandi. Hann sagði beint við mig að hann væri hrifinn af henni. ég sagði honum frá þessu með framhjá haldið og hann hlóg bara af því. ég varð alls ekki reið ég var mjög róleg ég sé mjög eftir þvi. sirka 3 dögum eftir er hann kominn í samband með sinni fyrrverandi aftur. ég reyni að vera mjög sátt við það en ég get það ekki. Ég elska hann ennþá alveg brjálæðislega mikið og get ekki hugsað um annað en hann. mig dreymir hann alltaf á nóttunni og vakna skjálfandi. Hvað get ég gert? ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Á ég að segja honum það eða bara halda kjafti? Hjálp .. ég þori varla að fara að sofa á nóttunni.