Við kynntumst í vinnunni, yndislegur strákur, góður fyndinn,ljúfur og allt það sem ég vildi sjá í strák. Við vorum saman í eitt og hálft ár og núna vorum við að hætta saman.
við fórum í frábæra ferð til spánar síðustu tvær vikurnar í sumar og skemmtum okkur vel með vinum okkar. Okkur fannst mjög gott að búa svona saman og eftir að við komum heim vorum við mjög hamingjusöm.

Einn daginn í oktober átta ég mig á því eitt kvöld að ég þekkti manninn sem ég svaf hjá ekki neitt. Fannst þetta soldið skrýtið og áttaði mig ekki alveg á þessu ástandi strax. hann var bara farinn að loka svo svakalega á mig og var allur í einhverjum baklás, fúll og ólundarlegur. Inn í mér fór að safnast lítill kvíðahnútur sem ég gekk með í brjóstinu í heilann mánuð. þá var ég farin að vera svo eirðarlaus og gat ekki hugsað um annað en þennann litla hnút sem var hægt og bítandi að naga mig upp að innan.

Eitt kvöldið þoldi ég ekki meir og spurði hann hvort að hann væri orðinn þreyttur á þessu og hann svaraði játandi. ég laug að honum þegar ég sagðist ekki vera orðin þreytt. En við töluðum saman og ákváðum að laga þetta. En hnúturinn hvarf ekki. Föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn fékk ég sms frá honum í miðjum sögutíma:,,get ég skutlað þer heim ég þarf að tala við þig."
Það var eins og að ég hefði keyrt á vegg, ég byrjaði að svitnt, mig svimaði, hjartað sló eins og eftir 1000m spretthlaup og ég titraði og skalf og rauk inn á bað til að kasta upp. ég lá með hausinn ofan í klósettskálinni og hágrét. ég vissi alveg hvað var að koma. ég dór til hanns eftir skóla og í örvæntingarfullri tilraun reyndi ég að kyssa hann á kynnina en hann veik sér undan. ég brotnaði niður og við grétum saman í nokkra tíma. síðan keyrði hann mig heim. á leiðinni út í bíl horfði ég á göngulagið hans og hugsaði með mér að þetta væri svo sannarlega ekki göngulag manns sem væri bara vinur minn. Mamma og pabbi, systir mín og vinkonurnar voru öll voða góð við mig, ég grét og grét. Daginn eftir hringdi ég í hann og gat ekki stunið upp einu orði, grét bara. hann grét líka við ákvaðum að þetta gengi nú ekki svona og byrjuðum aftur saman. Hann XXXXXX minn er nú frekar lokaður og á mjög erfitt með að tala um sig og tilfinningar sínar þannig að við löguðum í raun aldrei neitt, héldum bara áfram.

Í tvær vikur leið mér vel, hnúturinn vondi farinn og allt í góðu. Svo allt í einu, eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar ég var að slétta á mér hárið og horfa á sjónvarpið síðasta fimmtudag þá ruddist hélvítis hnúturin inn í brjóstið á mér og hann óx hratt. Ég reyndi að a láta ekki á neinu bera en á sunnudagskvöld var hann orðinn svo stór og ég var svo eirðarlaus að inní miðri mynd bað ég hann að stoppa og núna var það ég sem vildi hætta. hann var sammála og við eyddum nótinni saman og ég sofnaði grátandi í örmum hans. Eg fór og hitti hann eftir skóla á mánudaginn ég var eignlega viss um að við gætum lagað þetta og fór til hans, eiginlega til að biðja um að fá að koma aftur en hann var ákveðinn í að vilja ekki halda áfram. Núna væri þetta endanlegt. Og svo grétum við í dágóðann tíma en svo hringdi ég í mömmu og hún kom og sótti mig. ég heyrði aftur í honum um kvöldið og þá leið honum verr en mér og ég býst við að lítil von vaknaði í brjósi mínu.. mér leið betur. Að vakna í morgun var hreint helvíti. Sérstaklega afþví að mig dreyndi að við vorum byrjuð aftur saman. svo fór ég í skólann og var með stelpunum mínum og mér fór að líða betur, sjálfstraustið jókst og fann að þetta var það eina rétta í okkar stöðu. við vorum nefninlega bæði farin að efast um tilfinningar okkar í garð hvors annars, eg leit meira á hann sem vin em kærasta og öfugt og svo var þetta orðið osköp strit og erfitt. Það á nefnileg ekki að vera þannig þegar við erum bara átján og nítján ára gömul og engar skuldbindingar, við eigum ekki einusinni einn hlut saman , þannig að það á aðallega bara að vera gaman hjá okkur.
ég hringdi í hann eftir sk´æola í dag og byrjaði að gráta, gat eiginlega ekkert talað við hann og skellti bara á. Svo fórum við að tala saman á sms. hann getur ekki talað en hann getur skrifað. honum þykur mjög vænt um mig segir hann en hann er viss um að ef við byrjum saman aftur þa verði þetta alveg eins og áður og að við seum þá bara rétt að fresta hlutunum aðeins lengur og að við þurfum þá að ganga í gegnum þetta aftur. Hann vill hvorki gera mér né sér þetta afur. Ég veit að þetta er rétt en ég bara get ekki sætt mig við þetta. Núna er ég að deyja mig langar svo til að hann komi til mín og taki utan um mig og segi að þetta hafi verið herfileg mistök og að núna verði allt gott aftur, ég er farin að efast um að tilfinnigar mínar til hans hafi verið dauðar að mestu því að ég er búin að gráta í einn og hálfnn sólahring með svefnhléum og hálftíma þurkatímabilum inná milli og svo byrja ég aftur. Sársauki min er svo gífurlegur að ég get þetta ekki lengur. m+er líður án efa miklu verr en í gær, ég hélt að mér ætti að líða betur. Eg verð líka svo reið/leið/fúl þegar ég tala við hann og honum líður bara bærilega. eg veit samt að hann saknar min, að hann hafi grátið í allan gærdag og líka þegar hann vaknaði í morgun og að hann sé búinn að vera lystarlaus og orkulítill og niðurdreginn í dag. enþað er innann við helmingur af þeim sársauka sem ég er að fara í gegnum. ég get hreinlega ekki hætt að pína mig og hugsa um hve mikið ég þrái hann.. ég þrái hann svo heitt og innilega en ég veit að ég mun aldrei fá hann aftur, hann er horfinn mér að eilífu.