Þegar ég var lítil var ég oft í pössun hjá afa og ömmu. Það var alveg rosa gaman og maður fékk ís og kökur og kex. En það sem mér fannst skemmtilegast var það þegar mamma kom og sótti mig. Ég man að ég hljóp alltaf á móti henni og faðmaði hana og það var alltaf svo góð úti lykt af henni. Svo þegar hún var farin úr grænu úlpunni sinni og sest niður til að tala við afa og ömmu þá fór ég alltaf í fatahengið inn í úlpuna hennar mömmu því lyktin var svo rosalega góð.

Finnst ykkur að ég hafi átt að senda þessa grein annað?
Er ekki soldið rómantískur blær yfir þessari minningu, jafnvel þótt þetta sé ekki rómantík sem myndi leiða til einhver kynferðislegs? Er rómantík ekki miklu meira?
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.