Já. Ég þarf aðeins að létta á mér því að þetta er svo erfitt!

Ég á vin, sem er búinn að vera vinur minn síðan rétt áður en skólinn byrjaði, hann er æðislegur, fynndinn, góður, sætur, hann er allt það sem stelpa vil sjá í strák! Mér hefur alltaf liðið vel með honum, ég hef alltaf getað hlegið að honum og með honum, ég hef alltaf verið hrifin af honum.
Svo fara hlutirnnir að gerast, hann fréttir að eg hafi gert einhverja smá skyssu, og er ekki sáttur með það.. því að ég er of góð, og hann verður allt öðruvísi við mig, horfir öðruvísi á mig, byrjar að brosa öðruvísi til mín, svo ég á svona sérstakt bros hjá honum, hann fer að segja ýmsa hluti við mig, sem hver einasta stelpa fellur fyrir, sko ég er ekki að tala um pikköp línur, þetta var bara hljóðlátt hözzl… er búið að segja við mig, hann bað mig um að kyssa sig bless eitt kvöldið áður en ég fór heim. Sko vá hvað ég varð ánægð… en ég kyssti hann ekki tungukoss. Við verðum æ nánari og bara.. já… svo fyrir nokkrum vikum þá fer ég ein heim til hans, og er þar fyrst erum við aðeins að tala saman, síðan erum við að kúra smá, svo förum vð út. Og þegar hann er að fara heim þá kyssir hann mig… alvörukossi, vá hvað ég var ánægð með það! Ég var í skýjunum.
En leiðinlegir hlutir gerast líka, tvem dögum seinna segir hann mér að hann sé ekkert hrifinn af mér, að hann hafi bara fattað það…
Mér leið gegt illa út af því, en ég ætlaði ekki að láta það ná til mín. Við héldum áfram að vera vinir… svo fór ég heim til hans helgina eftir, og það var allt í lagi, en samt það voru ekki mikil samskipti á milli okkar! Svo daginn eftir þá vorum við farin að rífast, og svo töluðum við ekki saman í 2-3 daga.! Síðan talar hann við mig, við rífumst smá meira en það endar sem vinir, síðan núna í gær fer ég aftur heim til hans, og þá látum við bara eins og vinir, eins og við gerðum… þó við höfum ekki beint verið að stríða og gantast í hvort öðru eins og við gerðum. En þetta var þó ekki eins stirrt. Svo nota ég vatnið þar, og sef þar, og svona, og svo þegar ég er komin heim þá förum við aftur að rífast,… og það er út af misskilningi! Sko, við gerum ekki annað að rífast, hann rífst ekki við neinn nema mig! Allir þekkja hann sem góða strákinn, sem vill öllum vel, og er aldrei að rífst við neinn, heldur er þessi feimna týpa sem þegir. En við mig, vá, ég virðist aldrei gera neitt rétt lengur. Sko, hann þorir ekki að koma við mig lengur, ég stóð hann að því í gær að horfa á mig… hann leit undan.. og var svona “staðinn að verki” í framan, Gerir það núna i hvert sinn sem ég stend hann að því að stara á mig… ég fékk þetta fallega sæta bros frá honum í gær! Og ég lifnaði við að fá það..Og brosti á móti, þannig að mér leið eins og allt væri eins og það var í eitt augnablik

Ég elska þennan dreng börn mín góð…
það er svo margt við hann, hann er svo sérstakur, að ég á bara ekki orð!
En takk fyrir að lesa.

Kv. MioneH