Ég hef áður skrifað um þennan strák. Ég kynntist honum í sumar. Við vorum eitthvað að “dúlla” okkur saman (ég hata þetta orð; að dúlla sér), en því lauk út af ýmsum skiljanlegum ástæðum.
Ég hef aldrei hitt strák eins og þennan, strákar sem ég hef verið eitthvað með hafa eiginlega alltaf farið illa með mig eða skammast sín fyrir mig, en ekki þessi strákur. Hann var alltaf mjög góður við mig, alveg æðislegur, og það er eitthvað sem ég er ekki vön af strákum.

Þegar ég var með þessum strák var ég alltaf geðveikt hrædd um að ég myndi klúðra þessu, þar sem ég hélt að ég ætti ekki svona góðan strák skilið.
En eftir að öllu var lokið á milli okkar hugsaði ég ennþá svolítið um hann sem er náttúrulega eðlilegt. En síðan, með tímanum, fór ég að huga að öðru.
En núna er ég aftur farin að hugsa um hann, og ég sakna hans meir en nokkru sinni fyrr, bara allt í einu. Ég hugsa eiginlega alltaf um hann núna. Sem er frekar skrýtið þar sem að ég sé hann aldrei núna, við búum nefnilega á sitthvorum staðnum.

Mér fannst við ná svo vel saman, mér leið alltaf svo vel með honum og það er eins og ég vilji ekki sætta mig við að þetta hafi ekki gengið upp. Mér finnst það einhvern veginn bara ekki passa.

Hvað get ég gert til þess að hætta að hugsa að hugsa um hann?
Ég finn til, þess vegna er ég