Hæ, ég aftur hér…eins gott að það sé tjáningarfrelsi hér ;O) það var nú samt ekki alveg það sem ég ætlaði að segja hér…

…þannig er mál með vexti að ég þori bara ekki að reyna við stráka og þess vegna ganga ástarmálin svona hægt hjá mér. Ég hef jú verið með strák og ekkert athugavert við það en bara þori ekki að eiga frumkvæðið af viðreynslu. Ég er með frekar lítið sjálfstraust, nema innan um vini mína OG MAÐUR REYNIR EKKI VIÐ VINI SÍNA, allavega ekki ég. Þegar ég kem inn í annan hóp, stærri, ókunnugri og allt það, þá einhvernveginn þori ég ekki að vera ég sjálf. Veit ekki akkuru, það bara virðist sem ég frjósi.

kannski er þetta afþvi að ég er frekar ómyndarleg og feit, veit það ekki, mér finnst ég samt ekkert ljótust í heiminum eða neitt þannig…bara ljót. Ég held að það sé samt ekki bara þessvegna sem ég þori ekki, ég bara veit ekki hvernig ég á að fara að þessu öllu saman. Ég hef verið í sambandi, eins og ég sagði áðan, og það hefur þó nokkrum sinnum verið reynt við mig og allt það þannig að ég veit að ég á sjéns einhverstaðar…málið er bara að ég veit ekki hvernig ég á að fara að þessu, reyna sjálf við…ekki bíða þar til það verður reynt við mig…hjálp?