Hvað myndir þú kalla það að geta ekki hætt að hugsa um eina tiltekna manneskju?
Sama hvað þá poppar hún/hann upp í kollinn á þér… Þegar þú ert í skólanum þá truflar það mann svo mikið að maður getur ekki lært, virkilega pirrandi. Svo í vinnunni líka! Maður gæti orðið brálaður.
Svo þegar maður sér þessa tilteknu manneskju úti, í partýum eða eikkað þá skammast maður sín svo mikið að maður gæti sokkið ofan í jörðina því manni finnst endilega eins og þessi tiltekna manneskja geti hlerað á hugsanir manns.

Hvað myndir þú kalla það að vilja gera allt fyrir eina tiltekna manneskju, bara til þess að fá eitt bros sem yljar upp hjartað á manni????
Að vilja færa tiltekinni manneskju;
Mánann og stjörnurnar, Norðurljósin þegar þau dansa svo fallega um næturhimininn, Sjávaröldurnar í fullum usla, til að sýna hvernig manni líður í hvert sinn er maður lítur á þessa tilteknu manneskju, hljóðið frá hafinu, til að sýna hvernig manni líður í hvert sinn sem tiltekin manneskja talar og þá sérstaklega, þegar tiltekin manneskja er að tala við þig! Bara að færa manneskjunni allt sem til er, bara fyrir eitt bros…

Hvað kallar þú það þegarí hvert sinn sem þú sérð einn ómerkilegan hlut þá rifjast upp fyrir þér svo ótrúlega margt um þessa tilteknu manneksju, og flest að því sem rifjast upp fyrir þér lætur þig brosa útaf engu???
ómerkilegur hlutur eins og;
sófi, koddi, stóll, handjárn, talva, geisladiskur og því um líkt…

Hvað kallar þú það að heyra nafn tiltekinnar manneskju kallað eða heyra rödd tiltekinnar manneksju og finnast þú ekki geta staðið í lappirnar?

Hvað myndir þú kalla það þegar maður sér tiltekna manneskju í sárindum og vilja gera allt sem í sínu valdi stendur og meira til að geta tekið burt allar særðu tilfinningarnar???

Að vilja halda utan um tiltekna manneskju og vilja stoppa tímann og láta stundina vara að eilífu??

Og í hvert einasta skipti sem þú heyrir tiltekin lög, þá hugsarru um þessa tilteknu manneksju… og þér líður vel!?
Meyjan;Þ