Ég var að koma úr 10 mánaða sambandi í gær.

Það hófst allt þegar að ég fór til Dublin. Um kvöldið var ball og fyrrverandi var víst frekar vel í glasi (þ.e, hann man ekkert eftir kvöldinu).
Svo kem ég heim á mánudagskvöld og hann kemur til mín og gistir.
Daginn eftir er mér sagt að hann hafi verið að “dirty danca” með einhverri stelpu, og við förum að hálfpartinn rífast yfir þessu. Hann kemur svo og segir að hann vilji pásu; sambandið sé orðið stirt og við rífumst oft oft.

Í dag kom vinur minn til mín og sagðist samhryggjast mér. Ég spurði hvernig hann vissi af þessu og hann sagðist hafa séð til hans kyssandi aðra stelpu á ballinu. Fleiri styðja þessa sögu.

Ég rýk auðvitað niður og spyr hann út í þetta, hver stelpan sé og hvernig hann vogi sér að ljúga að mér. Hann man víst ekkert eftir þessu (rámaði í þetta, en svo sagði stelpan honum að þetta hefði gerst).

Við erum enn hætt saman en ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég hef séð vinkonur mínar byrja aftur með strákum eftir framhjáhald; þó með pásum, og ég þrái ekkert heitar en að fá að liggja aftur í fanginu á honum, horfa á Simpsons og borða pistasíuhnetur.
Hins vegar verður það ekki í bráð, það veit ég, en væri það rangt að fyrirgefa honum eftir lengri tíma?
Það er staðreynd að sambandið var orðið “dull”, og oft þarf bara pásu til þess að átta sig á tilfinningum sínum. Við höfum talað um þetta og erum vinir (enda saman í skóla), en það liggur við að honum líði verr en mér.

Hann hefur verið stoð mín og stytta í næstum ár, fyrsta ástin. Hvað á ég að gera?