Ég er 32ja ára, 3ja barna móðir og er ekki á leiðinni í sambúð eða stofna fjölskyldu… hef bara ekki nokkurn áhuga á að flækja líf mitt of mikið, alla vega ekki svona í byrjun…

Ég kynntist manni, hann að verða fertugur, og við áttum saman yndislega helgi. Svo var farið í sms samband og það er eitthvað sem mér er meinilla við, vil sjálf frekar kynnast almennilega því mér finnst líkamstjáningin segja svo mikið, andlitssvipur og raddbeiting.

Well, þessi maður er sjómaður þannig að mörgu leyti þá varð ég að sætta mig við vissar staðreyndir… svo sem að geta ekki hist alveg strax og að það væri ekkert á hreinu hvenær það yrði. Símasamband og sms er gott og blessað, en ekki svona í byrjun þegar það er svo auðvelt að misskilja það sem er í gangi.

Anyway, í morgunn fékk ég sms frá honum, hafði ekki heyrt í honum í viku, þar sem hann bað mig um að bíða í 2-3 vikur á meðan hann væri að átta sig á hvað hann vildi. Ég hringdi í hann þar sem mér finnst sumt eiga best heima í “face to face” en þar sem það var ekki í boði þá var næstbesti kosturinn að tala í símann.

Hann er voðalega ljúfur og góður maður, ég ætla ekkert að draga það í efa. En common, eftir eina helgi að biðja mig um að bíða ? Eftir hverju ? Upp á von og óvon ? Ég held að ef maður veit ekki hvort maður vilji kynnast nánar… eftir 3ja vikna aðskilnað, þá veistu það heldur ekki eftir 2 - 3 vikur… og þar að auki, þá var samband okkar ekki orðið þess eðlis að þessi hluti að “leysa vandamál” væri orðinn þátttakandi í “tilhugalífinu”.

Ég gerði honum það ljóst að ég þekkti hann ekki það vel að ég vissi hvort ég vildi FRAMTÍÐ með honum, það væri enn of snemmt að taka slíka ákvörðun. Við hittumst, vorum saman eina helgi og síðan þá eru liðnar 3 vikur. Ég spurði hann að því hvort málið væri ekki að HANN hefði í huganum farið að byggja stórt hús og kaupa stóran bíl… og Guð veit hvað… Mig hryllir við tilhugsuninni um stjúpfjölskyldu, ég er bara alls ekki tilbúin í slíkt, hvorki með honum eða öðrum enda er slíkt ekkert sem maður gerir að vanhugsuðu máli.

En það er eitt sem ég er að spá í, mitt í öllu þessu… er ég kannski hreinlega að misskilja manninn ?????

Ég er svo einföld manneskja að ég trúi ORÐUM sem eru sögð… ég les ekki hugsanir…

Er einhver sem getur útskýrt mögulegar - hugsanlegar aðrar útskýringar….

OG… er það virkilega svona algengt að fólk sendi sms til að “dumpa” ?

Kveðja,
NannaNorn