Núna er ég búinn að vera með stelpu í 1 ár og 3 og hálfan mánuð. Ég vissi ekki hversu gott það væri að vera með stelpu fyrr en við byrjuðum saman. Og ég hafði í rauninni aldrey verið í alvörusambandi fyrr en með henni. Það er allveg ótrúlegt hversu mikið ég er með henni en ég fæ aldrey nóg af henni, í rauninni er ég hræddur um að ef að hún hætti með mér þá eigi ég eftir að ofsækja hana.

Allt þetta byrjaði á því að ég fór í eina sjoppu og sá stelpu sem að mér fannst sæt, og fór þá meira og meira að tala við hana og þá varð ég alltaf hrifnari af henni í hvert skipti sem að ég talaði við hana. Og til þess að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki að ást við fyrstu sýn væri til en mér virðist hafa skjáttlast! Á öllum þessum tíma höfum við farið til útlanda (3 sinnum), uppí sveit (sumarbústaðinn hennar), til Akureyrar og við eigum eftir að fara margt meira heldur en bara það.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég er að gera annað en það að tjá tilfiningar mínar hér og ég vona það að ég eigi eftir að vera með henni endalaust vegna þess að ég elska hana svo mikið. Mig hefur oft langað til þess að stinga af með henni bara eitthvert útí heim og bara byrja að stofna family og sleppa því að fara í skóla. Það hafa komið dagar sem að við höfum bara ákveðið að vera veik heima og bara vera að gera ekki neitt allan daginn.

En svo að lokum, ef að eitthver spyr mig hvað ást sé þá get ég sagt það að; Ást er um 2 manneskjur, þær manneskjur eru gerðar fyrir hvort annað. Ást er ekki 2 manneskjur að kyssast á skemmtistað eða vera með kærustuinni að djamma, fyrir mér þá er ást það að vera heima með henni, tala við hana, vera að gera eitthvað með henni og segja eitthvað fallegt um hana, hvað maður elski við hana og ég gæti haldið endalaust áfram.

Þið sem komust í gegnum þetta þá vona ég að þið eruð ekki leið á lestrinum en stundum verður maður að koma eitthverju útúrsér og mér datt í hug að senda eitthvað hingað.

Takk Takk