Sælir hugarar..

Mig langar í smá ráðleggingar… Þannig er málið að ég er búin að vara hitta strák í u.þ.b. 3 mánuði. Þegar við hittumst fyrst fannst mér þetta vera einn æðislegasti strákur sem ég hafði kynnst. Svo fórum við að hittast svona annars slagið og ég svona var að vona að þetta myndi leiða út í e-ð alvarlegt. Eftir að við kynntumst meira þá svona hætti ég eiginlega að vera e-ð hrifin af honum, erum meira bara vinir, sem sofum þó saman. Mér hefur fundist það svo sem fínt en núna undanfarið hef ég verið að fá smá bakþanka.
Er sniðugt að eiga bólfélaga í svona langan tíma? Ég er nefninlega svolítið hrædd um að þegar það kemur að því að við slítum þessu þá eigi ég eftir að uppgötva einhverjar tilfinningar sem ég finn ekki núna og verða ótrúlega sár.
Það sem ég er mest velta fyrir mér er hvort ég eigi að slíta þessum sem fyrst, því fyrr því betra? eða gefa bara skít í þetta og sjá bara hvernig þetta endar.

Kannski er ég bara að mikla þetta þvílíkt fyrir mér og það er ekkert mál að slíta sambandi við bólfélaga en ef einhver getur gefið mér ráð, sérstaklega sem hefur verið í sömu aðstæðum þá væri það frábært.

aldi