ég er nýlega hætt með kærastanum,
og mer finnst eins og það vanti hluta af mér, ég var orðin svo háð honum að ég lokaði á nærri alla vini mína:o(
og hvað nú?
það var mikið í gangi í sambandinu : riflildi,öfundsýki.. osfv
vinir mínir sáu það jafnt og hans.
vinir mínir sem vinkonur jafnvel hans vinir og vinkonur:S töluðu alltaf við mig um hvað þetta væri að verða alvarlegt,svona ætti þetta ekki að vera,þetta var rangt.. ég fór alltaf í vörn!! ég elskaði hann og mer var sko sama hvað þeim fannst, ég jafnvel reiddist mjög og snappaði á vinkonur mínar: sagði að þetta væri ekki þeirra mál, sagði þeim að hætta lifa fyrir mig (SEM VAR RANGT ÞÆR VORU BARA AÐ BENDA MÉR Á ÞETTA)
ég myndi gera allt til að geta tekið þessi orð aftur, því núna eftir eins árs samband hættum við saman.. ég var farin að finna fyrir þessu sjálf og hvar stend ég nú? ég stend EIN .
ég dáleiddist af honum , ég reyndi að tala við hann um hvað ég þyrfti að sinna vinum mínum lika útaf þessu sem er að gerast núna. Hann svaraði að ef þetta væri vinir í raun stæðu þau alltaf þarna hvað sem myndi gerast, en maður sáir ekki án þess að vökva. en jú ég lét blekkjast..
og framkoma hans eftir að við hættum saman er ólýsanlega ógeðsleg, í fyrstu hunsaði hann mig, svo baktalaði mig, og snappaði á mig útaf minnstu hlutum, og á endanum fór hann að reyna við vinkonu mína .
ég ætla ekki að segja að hann hafi verið alvondur ég á minn hlut því það þarf tvo til.
besta vinkona min snéri bakinu við mér og spilar nú grimmt uppá vinsældir í bandi við hann.
ég sakna hans óendanlega mikið jafnvel elska hann ennþá:S

hvað skal gera?
er ég vitlaus að sakna hans?
á ég þetta skilið?
haldiði að hann hati mig?