Ég hef nú aldrei póstað neinu hérna, en ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hefði hugmynd um hvað ég á að gera í smá konuvandamáli.. málið er að fyrir rúmu ári síðan bjó ég vestur í bæ og var mjög heillaður af stelpu sem var að vinna í sjoppu rétt hjá mér, hafði aldrei reyndar talað við hana (nema þá:hæ, fá eina kók og einn prins), en hún einhvernveginn heillaði mig gersamlega upp úr skónum. Ég fékk mig aldrei til að bjóða henni út eða spjalla við hana þar sem ég var/er í fyrsta lagi drullufeiminn og í öðrulagi þá fannst mér hálf asnalegt að reyna að tala við hana, þar sem hún var að afgreiða..

Þetta væri kannski minna mál ef ég hefði séð hana einhverntíma á djamminu, en í eina skiptið sem ég sá hana þá var hún með einhverjum gæja..

Hún er löngu hætt að vinna í þessari sjoppu, en ég sé hana stundum t.d. niðri í bæ og svona..

Hvernig snýr maður sér í svona málum? Á maður bara að labba uppað manneskjunni og segja “Hæ gott veður í dag..” (og vona að viðkomandi finnist maður ekki uppáþrengjandi) eða hvað?

any ideas?