Ég held að rómantík sé mjög persónubundin og finnst svolítið einkennilegt þegar verið er að tala um að íslenskir karlmenn séu ekkert rómantískir, ég meina hvað er sagt um þá sem hitta stelpu á djamminu og fara að hlaða á þær blómum frá blómastelpunum og fallegum orðum, bara smeðjulegir gæjar sem gera hvað sem er til að negla þær… rómantík felst ekki í blómum og þess háttar.. þetta er kvenfólki líkt saka karlpeninginn um að vera ekki rómantískir en hvenær eru þær svo rómantískar eða eru þær undanskildar?? Er það kannski bara við konurnar sem erum órómantískar og kunnum ekki gott að meta?? fyrir mér er ekkert rómantískara en gagnkvæm ást og virðing í hvaða mynd sem er… með eða án blóma…… :)