Núna um daginn var ég í páskafríi eins og svo margir aðrir, og þar sem ég er að heiman í skóla fór ég heim í páskafríinu. Þar hitti ég gaur sem ég er búin að vera major hrifin af í næstum 4 ár. Hann vinnur og býr í RVK en ég í þorpi út af landi (er í skóla á AK). Ég og þessi gaur erum búin að vera mjög góðir vinir mjög lengi og getum talað um ALLT…hann er sko með stelpu sem býr í RVK. En allavega…ég og þessi strákur vorum að dúlla okkur saman á áramótunum og það endaði allt saman heima í rúmi…þá var hann ekki með stelpu…við vorum bæði að deyja úr ást af hvoru öðru en ákváðum að láta þetta vera þar sem ég var ný hætt í svona milli staða sambandi og hvorugt okkar gat verið að standa í milli staða sambandi…svo hitti ég hann núna um páskana…drop dead gorgeous gaur…og þá er hann byrjaður með þessari stelpu. Hann var heima en hún í RVK…við fórum saman á djammið og allt þannig…svo barst talið að okkar málum…hann sagðist ennþá elska mig ut af öllu lífinu en ég sagði honum að ég væri ekki til í milli staða samband frekar en áður…þá sagði hann: fyrst ég fæ þig ekki sem kærustu, má ég eiga þig eina nótt, hún þarf ekkert að komast að því…mér dauð brá! Svo kom föstudagurinn langi og við fórum saman að djamma…hann reyndi við mig á fullu en ég tók ekki í það, á laugardaginn kom hann svo heim til mín og sagði mér að hann ætlaði að hætta með stelpunni, hætta í vinnunni og flytja með mér á AK. Ég ráðfærði mig við allar vinkonur mínar og þær sögðu allar það sama….auðvita átti ég að segja JÁ…gaurinn væri greinilega mjög hrifinn af mér fyrst hann var til í að fórna öllu fyrir mig…ég bara einhvernveginn er þannig manneskja að ég þarf alltaf að hugsa…en ef….og þarna fór ég að hugsa…en ef það gengur ekki upp hjá okkur, þá er ég búin að svipta hann öllu…mér fannst það ekki rétt og því sagði ég NEI…
…ég fór strax að sjá eftir því en held að það sé fyrir bestu…hann sagði mér nú samt að hafa samband ef ég skipti um skoðun….hefðuð þið sagt já????