Sko ég á í smá vandamál að stríða.. Ég er með strák við erum búin að vera saman í tæpa níu mánuði.. Svo var það þannig að ég kynntist vini hans og hann varð mjög góður vinur minn.. Á tímabili vorum við það góðir vinir að við töluðum saman oft á dag og svo framvegis.. Vandamálið er það að ég og þessi vinur minn dögumst rosalega að hvort öðru, við náum bara alveg rosalega vel saman og yfirleitt þegar við hittumst og aðrir eru ekki nálægt þá erum við allt í einu í faðmlögum að kyssast (það hefur aldrei gengið lengra). Við hættum að hittast í frekar langan tíma því við vitum bæði að þetta er ekki rétt gagnvart kærastanum mínum.. En ég hef saknað hans alveg rosalega allan þennan tíma. Núna er ég farin að tala við hann aftur því að það kom í ljós að hann hefur líka saknað mín.. Okkur langar rosalega að hittast en við erum ekki viss um að við höfum næga sjálfsstjórn til að láta ekkert gerast sem á ekki að gerast.. Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera, ég sakna þess ekkert smá að eiga hann sem vin og er tilbúin til að gera allt til að við getum bara verið vinir því að þó að ég sé hrifin af honum þá veit ég að það myndi aldrei ganga upp að hætta með kærastanum mínum og byrja með honum.. Og ég elska líka kærastann minn mun meira. En finnst ykkur að ég eigi taka áhættuna og halda áfram að hafa samband við hann og passa mig bara rosalega að leyfa þessu ekki að ganga of langt, eða finnst ykkur að ég ætti að kötta á allt samband við hann og halda áfram að sakna hans hræðilega ??