Ég verð nú bara að segja að ég bjóst aldrei við að skrifa neitt á þetta áhugamál(með fullri virðingu fyrir því) en eins og máltækið segir “Allt verður einu sinni fyrst”. Ég ætla að deila með ykkur minni fyrstu reynslu og merkingu að orðinu “Ástfanginn” með ykkur vonast eftir að fá góð svör.

Ætla að taka þetta svona first things first og koma ykkur inn í málið:

Ég er 17 ára hún er 15 sem mér finnst ekkert of mikill aldursmunur þannig séð. En hér kemur sagan:


Á Metallica miðasölunni hitti ég þessa frábæru stelpu(sem ég mun kalla “x” héðan í frá), ég kynntis henni í gegn um frænda minn og sameiginlega vini okkar þriggja(mín X og frænda míns), þegar ég sá hana féll ég fyrir henni alveg um leið, sko ég trúði ekki á ást við fyrstu sýn fyrr en ég sá hana(smá væmið I know, samt satt) svo í röðinni fór ég að kynnast henni betur(sá hana bara í fyrsta sinn þar). Við töluðum saman og kynntumst alveg ágætlega. Ég komst að því að við áttum alveg helling sameiginlegt. Svo fór ég bara heim seinna um nóttina.

Sá hana svo ekkert meira fyrr en um Eurovision helgina þá fór ég í Euro party og fékk mér nokkra bjóra fór svo út í góðra vina hópi og kemur ekki x og ég fer að spjalla við hana alveg villt og galið ekki neitt skeður þá, bara smá spjall.

Mér var svo boðið í party hjá vini mínum(hennar líka(benda á að við þekkjum allt sama fólkið)) þegar ég vissi að hún myndi koma ákvað ég að reyna við hana samt ekkert vera eitthvða svaka agressívur bara svona play it cool og láta eitt leiða af öðru eins og maður segir, seinna um kvöldið var farið að hitna í kolunum, ekkert kynferðislegt nema smá kelerí sem ég kalla ekkert kynferðislegt, ég var orðinn nokkuð í glasi á þessum tíma en vissi samt alveg hvað ég var að segja og gera, var semsagt ekki á rassgatinu fyrr en frekar snemma um morgunin :b, ég spurði hvort hún vildi byrja með mér(þegar ég var nokkuð drukkinn :S) og þá sagði x mér að spurja sig þegar ég væri edrú þá varð ég svoleiðis ástfanginn yfir höfuð, ég bara vissi ekki að svona skynsöm manneskja væri til dáðist svo að henni fyrir þetta og geri það enn, ég fann samt ekki manninn í mér til að spurja hana edrú, ekki enn a.m.k. Hef ekkert spurt hana og það er að nálgast mánuð síðan(þetta gerðist 16 júli)svo fórum við að vera svona eins og við værum saman fyrir 2-3 vikum, semsagt þetta fór að verða opinbert ef ég get notað það.

Þá er ég svona nokkurn veginn búinn að fylla ykkur inní þannig að þið ættuð svona nokkurn vegina að vita um hvað málið snýst :l.

Nema núna upp á síðkastið hef ég haft það svona á tilfinningunni að hún sé að forðast mig, kannski er þetta bara paranojja í mér, en hún á sitt einkalíf og ég virði það, vill ekki vera eitthvað svona selfish bastard og hafa hana hjá mér alla tíman þó að ég vilji það, ef þetta meikar eitthvað sens,.. Ég nýt hverrar sek, min og klst sem ég er með henni alveg sama hvað við erum að gera þó maður fari með henni þetta drepleiðinlega tívolí sem var í smáranum ég naut hverrar mínútu þar. Hún er í vinnu sem tekur sinn tíma, en ég er búinn að reyna að hringja í hana og annaðhvort er ekki svarað eða slökkt á símanum :(. Hún er sú týpa sem er alltaf brosandi, smitar líka svo rosalega út frá sér

Ég trúi(vill það a.m.k)því að hægt sé að leysa allt með því að tala um það, það er meigin ástæðan fyrir því að ég vilji hitta hana eða allavega bara ná sambandi við hana, vill ekki tala við hana um svona hluti á msn eða sms. Vill bara spurja hvar við erum stödd í sambandinu. Eins og ef ég er að gera eitthvað sem henni líkar ekki þá vill ég að hún segi mér það og ég mun reyna allt hvað ég get til að lagfæra það, því ég vill ekki missa hana, ég elska hana af öllu hjarta, búinn að segja henni það og ég held allavega að hún viti það.

En ætla nú að fara að ljúka þessu þannig að mín spurning er, er þetta bara óþarfa paranojja í mér eða hvað? Ég vona það að minnsta kosti :I

Vona að ég hafi komið öllu á framfæri

Með vonum um góð svör,
kv.einndesperate

p.s. ætlaði fyrst að senda þetta sem kork, en læt reyna á grein, því ég þarf GÓÐ svör, ef stjórnendur sjá þetta ekki sem efni í grein meiga þeir bara færa þetta í “Vandamál” eða “Ástarsorg” mín vegna :)