Ástarsorg og súkkulaði? Kæru Hugarar! ég er með eina spurningu sem ég er búin að velta mikið fyrir mér í gegnum tíðina! :)

Þegar fólk (konur sérstaklega) lendir í ástarsorg í bíómyndum fær það sér alltaf súkkulaði! Veitir það einhverja vellíðan? Af hverju endilega súkkulaði? Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér.

Ég viðurkenni að sjálf geri ég þetta. Ef að ég lendi í einhverjum vandræðum með ástarmálin,finnst mér ekkert betra en að liggja upp í rúmi, háma í mig súkkulaði og horfa á einhverja væmna og rómantíska mynd, t.d. Notting Hill eða Pretty Woman. En mér líður ekkert betur á eftir. Bara ennþá verr ef eitthvað er.

Getið þið svarað mér? Af hverju borðar fólk súkkulaði þegar því líður illa? Og þá sérstaklega í ástarsorg!

Með fyrirfram þökk! :-)

Laticia