Hæ.. langar bara að segja svona ástarsorgar og ástarsögu

þegar ég var nítján ára var ég yfir mig ástfangin og í sambandi með strák sem hélt framhjá mér með frænku minni. Ég ákvað að fyrirgefa honum og reyndi að halda áfram að vera með honum. En traustið var horfið.. Hann elskaði mig held ég og hann grét rosalega þegar hann sagði mér frá þessu. En það var ekki nóg fyrir mig. Ég var alltaf hrædd um að hann væri að gera eitthvað og ég bugaðist andlega og allt sjálfstraust hjá mér hvarf. Að lokum, eftir nokkrar tilraunir til að hætta saman, gáfumst við upp.
Ég reyndi að skera mig á púls til að deyfa sársaukann.. ætlaði samt ekki að drepa mig. Hringdi í bestu vinkonu mína sem bjó á allt öðru landshorni og grét í viku. Reyndi allt til að fá hann aftur því að sjálfsblekkingin mundi bara það góða við sambandið.
En til að gera langa sögu stutta þá eru tvö ár liðin síðan við hættum saman. Ég hef ekki verið á föstu með neinum síðan bæði vegna þess að ég treysti engum strákum lengur og fann engan sem ég hélt að gæti elskað mig nógu mikið…

En svo gerðist það á síðustu helgi að ég kynntist strák og það gerðist eitthvað… við vorum ekkert saman en það var greinilegt að það er eitthvað í gangi og ég er skotin. En því miður er ég að flytja til útlanda eftir mánuð.. svo að spurningin er sú, er þessu ætlað að vera og bíður hann eftir mér þangað til ég kem heim eftir jól? Ég vona það:) Wish me luck
ævintýrin gerast þegar þú vilt að þau gerist…