Hæ, hæ! Mig vantar annað álit á smá dæmi sem ég er búin að vera að pæla í. Þannig er mál með vexti að ég kynntist strák fyrir nokkrum mánuðum. Við vorum nú bæði á því að við værum ekki tilbúin í samband en vorum samt alltaf í sambandi, hittumst nokkrum sinnum og í gegnum síma og sms.

Svo eitt kvöldið (á djamminu)sendir hann mér sms og segir að þetta gangi ekki lengur og hann vilji slíta þessu. Ég sé nefnilega of góð fyrir hann!!!!!! Ok ekkert mál, þannig að ég hætti að hafa samband við hann. Svo nokkrum dögum seinna hefur hann samband og segist ekki hafa verið að meina að við hættum aldrei að tala saman aftur. Þannig að við erum eitthvað aðeins að sms-ast í nokkra daga, frekar takmarkað samt. Svo hættir hann bara að svara mér og ég hætti að senda vitanlega.

Svo núna nýlega, nánast tveimur mánuðum seinna hringir hann allt í einu upp úr þurru, þar sem hann segist, meðal annars, sakna mín!!! Næsta dag ákveð ég að vera almennileg og senda honum sms og athuga hvernig hann hafi það. OG HANN SVARAR EKKI. Hvað er í gangi með karlmenn? Ég átta mig á að hann vill ekki í samband og ég hef aldrei verið að þrýsta á hann með það. Enda er ég ekki viss um að ég væri til í það heldur? En það er nú hægt að svara manni og vera vinir.
En hvað haldið þið eiginlega að hann sé að pæla? Af hverju svarar hann ekki? Mér dettur helst í hug að hann viti ekki sjálfur hvað hann vilji? Ég veit þetta eru soldið erfiðar spurningar en endilega segið mér hvað ykkur finnst. Ég er nefnilega að verða klikkuð á þessu :)

Þúsund kossar Rainey