Ég eignaðist fyrst kærasta þegar ég var í 6.bekk. Ég var langt frá því að vera sætasta stelpan í bekknum en honum fannst ég skemmtileg og rosalega sæt. hann var af flestra mati sætasti strákurinn í bekknum og margir öfunduðu mig. við gerðum margt skemmtilegt saman eins og bíó, sund o.fl. og ég var rosalega skotin í honum. svo hættum við saman því ég flutti en ég get ekki enn í dag hætt að hugsa um hann. hann flutti líka út á land en ég vonast alltaf til þess að sjá hann. hvert sem ég fer, ef það er þar sem mikið fólk er leita ég að honum. ég vonast alltaf til þess að sjá hann og ef það gerist að ég hlaupi að honum og kyssi hann. þetta er mjög skrítið fyrir mér hvernig ég get verið svona “obsessed” með þennan strák en ég sakna hans sárt. jafnvel þótt þetta hafi verið fyrir löngu (4 árum) og honum er sennilegast alveg sama um mig í dag eða man jafnvel ekkert eftir mér, þá er ég alltaf að leita að honum. þegar ég fer á laugaveginn, á tónleika eða bara í kringluna. hann er dökkhærður með gullna húð og róleg, brún augu sem fá mann til þess að líða sem maður er fallegasta og eina stelpan í heiminum. ég kikna í hnjánum í dag þegar ég sé stráka sem líkjast honum. Eruð þið með ykkar “obsession”?