Mig langaði að skrifa grein um það að kveðja samband.

Ég er búin að vera í með strák í næstum tæp 2 ár, það var einhvað sem truflaði mig alveg frá byrjun en ég bara ákvað að vera ekki að pæla í því. Ég hefði betur hlustað á minn ynnri mann. Hann laug að mér, það voru stelpur hringjandi, hann kom ekki heim 3 sinnum og þegar ég var í útlöndum þá kom ég heim og fann hluti undir rúmi sem ég á ekki og hann myndi ekki nota ( hárband ). Ég hlustaði á allar lygarnar og tók þær gildar af því að ég vildi ekki missa hann og ég var farin að kenna mér um að vera of móðursjúk og að aumingja hann að vera með mér. Eitt af þessum ofantöldum skiptum sem hann kom ekki heim þá náði ég í hann daginn eftir og spurði havr hann hefði verið, hann sagði að hann hefði verið lagður inn á spítala. Ég ákvað að hringja á spítalann og hann hafði aldrei verð lagður inn, hann viðurkenndi svo að hafa farið í partý. Við ákváðum að hætta saman núna í síðustu viku. Fyrst fór ég að gráta og hringdi strax í mömmu. Hún hugrheysti mig og mér leið strax miklu betur.
Hann flutti út og ég hélt að það myndi vera þá sem ég myndi brotna saman eins og svo oft áður, en nei ég brotnaði ekki saman. Ég sofnaði um nóttina, ég á mjög oft erfitt með svefn. Ég vaknaði glöð og ég get ekki fundið í mér að það sé einhver söknuður. Sem er kannski ekki skrítið miðað við. Við höfum hætt saman áður og þá fékk ég 2 taugaáföll. Við vorum samt alltaf í sambandi og sofandi saman sem gerði þetta að algjöru rugli. Við ákváðum að taka saman aftur og hef ég verið í sjálfsskoðun frá því í haust og hún gerði mikið fyrir mig. Ég fór líka til sálfræðings sem hjálpaði mér mikið. Ég er svo fegin að ég er ekki niðurbrotin út af þessu. það er ekki þess virði að láta svona framkomu draga sig niður. Það er eðlilegt en það er gott ef maður kemst áfram. Þetta er í fyrsta skipti á æfinni sem ég upplifi það að vera ekki í rusli við það að hætta saman heldur fegin og glöð. Í kvöld er ég að fara date það fyrsta í 2 ár, wish me luck.