Ég er í sotlum vandræðum með eitt mál það er soldið vandræðinlegt. Málið er að um seinustu helgi þá bauð besta vinkona mín mér með sér og mömmu sinni og pabba upp í bústað ömmu hennar og afa. Við sváfum í fellihýsinu þeirra. Þegar við komum þangað þá kom í ljós að frænka og frændi vinkonu minnar myndu líka vera þar og mamma þeirra og pabbi og líka amma og afi vinkonu minnar. Það var svosem allt í lagi fyrir utan það að frændi hennar er ógeðslega sætur.

Um kvöldið þá vorum við að spila og tala saman (ég, vinkona mín og frændi hennar) og við áhváðum að tjalda og sofa útí tjaldi, kl var eikkað um 3 leitið. Svo daginn eftir þá var ég eiginlega að spila og tala við frænda vinkonu minnar því hún var sopfandi næstum allan daginn. Og ég er orðin soldið mjög hrifin af honum og vinkona mín sagði mér að hann væri hrifin af mér líka.

Mamma og pabbi vinkonu minnar og mamma og pabbi frænda hennar treystu ekki mér og frænda vinkonu minnar til að vera ein alla helgina, þau héldu alltaf að eitthvað myndi gerast. Svo núna á 17. júní þá var frændi vinkonu minnar búin að adda mér á msnið sitt og ég veit ekkert hver lét hann fá það.

En er það rángt að vera hrifin af frænda bestu vinkonu mans, og er rangt að fara á deyt með honum?