Ég ætla núna aðeins að fjalla um það hvernig mér finnst margt fullorðið folk eða alla vega hluti af því, líta á sambönd unglinga/barna eða what ever. Þetta eru sko bara pælingar hjá mér, og BARA mínar skoðanir, hvernig móttökur ég hef fengið þegar ég nota orðið kærstinn minn, svo að ef þið hafið ekkert fallegt að segja svo getið þið alveg eins sleppt því.

En ég ætla samt að byrja á að taka fram að ég veit að það eru frekar miklar alhæfingar hérna, ég bara nenni ekki alveg að segja “sumt follorðið fólk”. Ég veit að það eru ALLS EKKI allir svona, og getur vel verið margir sem sætta sig alveg við að unglingar séu í samböndum. En ég er semsagt bara að skrifa út frá reynslu minni hjá viðbrögðum sumra.

Alla vega, ég er 15 ára gömul og ég er með strák núna sem er 1 ári eldri en ég. Það eru nú ekki allir sem mundu segja að ég væri með honum vegna þess að við eigum víst að vera allt of ung til að geta verið að sambandi. Við erum samkvæmt sumum bara svona “vinir”.

En þegar ég eða þá bara einhver annar sem ég á mínum aldri nefnir ’kærastinn/kærastan minn/mín’ þá kemur oft upp einhver skrítin svipur á fullorna fólkið. Afhverju gerir fólk þetta?

Þegar ég var yngri eða áður en ég eignaðist kærasta hélt ég að það væri mjög eðliðilegt og að fólk mundi ekkert setja út á það. Mér datt ekki í hug að ég mundi fá einhverjar svipbriðga móttökur. En núna virðist sem fólk sætti sig ekki við að börn/unglingar séu með einhverjum.

Stóri bróðir minn er með stelpu, hann er 18 ára, og aldrei sé ég neinn undrast né pirrast yfir því. Er ég þá bara svona rosalega ung? Hvenær í óskupunum er þá komin tími fyrir mig að eignast kærsta svo að fólk sitji ekki upp neinn fyrirlitningarsvip? Mér sem sagt leiðist þessi svipur afskaplega. Ég sé stundum krakka á mínum aldri nefna kærsta eða kærustu og þá verður fólkið hálf hneykslað á svip, eins og maður geti varla elskað eða orðið ástfangin af manneksju svona ungur.

Ég get samþykkt það að það eru til takmörk fyrir að byrja með manneskja, t.d. 6 ára eða eitthvað. En samt finnst mér eldra fólk eigi að skilja það að maður getur vel elskað þegar maður er komin á unglinsár. Það eru svona næstum allir sem ég þekki sem eru á mínum aldri sem pæla í hinu kyninu. En það er kannski af því að ég við erum ekki lengur pínulítil. Við erum að stækka og ekki veit ég hvað er það er sem veldur því að maður gerir þetta, þetta er bara svona og mér leiðist þegar fullorðið fólk situr upp einhvern endemis svip þegar maður nefnir þetta orð.

Alla vega, ég er að spurja ykkur, sem finnst ég, 15 ára gömul að verða 16, of ung til að geta átt kærsta, og afhverju. Afhverju má ég ekki vera ánægð og afhverju má ég ekki nota orðið ’kærstinn minn’ án þess að fá eitthvað fuss um svei yfir mig?

Ég get samþykkt það að það getur stundum verið betra að eiga bara vini og hanga bara með þeim, vegna þess að ég hef alla ævi fram undan til að fara að pæla í strákum, en þetta er mín ákvörðun, þetta er mitt líf. Afhverju má ég ekki ráða hvað ég geri í þessum málum og afhverju getur fólk ekki sætt sig við það? Eða þá alla vega ekki sýnt mér að þeim finnist þetta svona hræðilega hallærislegt.

Í von um góðar viðtökur á þessum pælingum mínum

Kv.
//;Endla =)

Vám, ég er ekki alltaf svona rosalega neikvæð, þetta er örugglega bara eitthvað neikvæðiskast hjá mér.
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”