góðann daginn. ég ætla aftur að reyna að koma af stað vitsmunalegum samræðum um aðskilnað ástfangis fólks. ég reyndi það fyrir nokkrum mánuðum en einhverjir unglingar með gelgjukomment sem og töffarastæla og eyðilögðu það með stæl.
þannig er mál með vext að kærastan mín er að fara til útlanda til náms í eitt ár.
hvernig er best að lifa svona aðskilna af? hvað getum við gert fyrir sambanið okkar?
keep in mind að við erum rosalega ástfangin og sambandið okkar hefur verið nánast hnökralaust en við ákváðum mjög snemm að sama hversu ástfangin við erum þá ætlum við ekki að láta sambandið sem slíkt koma í veg fyrir drauma okkar sem eru háðir tíma. einn af draumum hennar er að fara út í þetta nám og ég styð hana 100%. hún myndi gera það sama fyrir mig.
aðstæður eru þannig að ég get ekki farið með henni og sé fram á að geta bara heimsótt hana einu sinni.

með von um góð viðbrögð og þroska.