Persónulega finnst mér að útlit skipti ekki máli. Jafnvel þótt maður kynnist manneskju sem er ekki beint THE hottest í heimi þá er mín skoðun að eftir því sem maður kynnist manneskjunni verður útlitið betra og betra. Og á endanum hefur maður kannski heyrt frá vinkonum/vinum sínum að þeim finnist hann/hún forljót/ur en þér finnst hann/hún rosalega flott/ur. Þetta er alveg rosalega skrítið en satt í mínum augum. Persónuleikinn og heiðarleikinn skiptir í alvörunni öllu máli, og auðvitað að vera maður sjálfur. Og ég er ekki bara að tala um endilega samband en líka vinskap. Það er bara ógeðslegt að fólk velji sér maka útfrá útlitinu. Það hafa allir sinn kynþokka, sinn ‘sjarma’ og maður tekur eftir því strax og maður kynnist manneskjunni betur. Þegar maður finnur einhvern sérstakan og getur haldið uppi umræðu við hann/hana þá sér maður bara það fallega við þá manneskju. Málið er, allir hafa sína sérstöku útgeislun. -Nína