Ég og kærasti minn erum búin að vera saman í um hálft ár. Fyrst var ég rosalega hrifin af honum og fannst hann svo frábær og myndalegur. Við hjálpuðum hvort öðru að þroskast og vaxa. Þetta var yndislegur tími þannig séð.

En nú vil ég þetta ekki lengur, mig langar út, mér finnst hann kæfa mig. Vil ekki hitta hann, vil ekki SNERTA hann. Sé núna að við höfum engin sameiginleg áhugamál og hann er leiðinlegur. Leggur aldrei til að við gerum neitt, vill bara liggja uppí rúmi og “kúra”. Ég hef samt ekki sofið hjá honum, vil það ekki. Ég er svo glöð að ég gerði það aldrei, því þá hefði verið erfiðara að slíta sig frá eftir að ég kynntist honum betur.

En allavina, hann sagði einu sinni að ef ég hætti með honum myndi hann örugglega drekka sig til dauða. Hann hefur líka sýnd merki um þunglyndi þannig ég er smeyk við að hætta með honum. Mér finnst ég VERÐA samt að hætta með honum til að vera samkvæm sjálfri mér en þá gera það sem mjúklegast.

Hjálp, plís, einhver ráð :s