Oft girnumst við eitthvað sem við vitum eða höldum að við getum ekki fengið. En oft höfum við rangt fyrir okkur.
Við þorum ekki að segja hug okkar því við viljum ekki gera okkur af fíflum ef sá sami ber ekki sömu tilfinningar í okkar garð. En oft er það sá, sem okkur finnst við alls ekki geta fengið; ekki geta snert, oft sá sem virkilega ber sterkar tilfinningar til okkar en hræðist einnig það sama og við.

Hver hefur ekki kynnst fallegri, frábærri og skemmtilegri manneskju og viljinn að fá hana/hann étur hverja ögn upp í manni? Maður telur sig ekki nógu góða/n fyrir hana; manneskjan er alltaf svo full öryggis og sjálfstrausti og virðist alltaf vera hress og hefur oftast eitthvað skemmtilegt að segja manni eða spyrja mann um.

Maður fær þennann fiðring þegar maður sér hana, fiðrildin berjast um að komast út úr þessum heimskulega maga okkar sem herpist allur saman þegar við áttum okkur á því að viljinn til að tala við hana er of sterkur til að yfirgnæfa. Fegurðin er mikil.
Spurningar um hvað maður á að segja eða hvernig maður á að haga sér þjóta um heilabörkinn og maður byrjar að finna til óöryggis, eða öryggis, sjálfstrausti eða hræðslu um hvort hún mun fíla mann eður ei.

Það fer allt eftir manni sjálfum hvernig maður tekur á þessum tilfinningum, best er að reyna að vera maður sjálfur, en þó held ég að flestir hafa kynnst þeim tilraunum með misgóðum árangri á lífsleiðinni.

Góður vinur minn á nú í sambandi við stelpu. Sambandið hefur staðið í svona u.þ.b. ár í sumar. Ég man enn eftir því þegar hvert andartak sem hann eyddi með henni var heil eilífð í paradís fyrir honum. Hann talaði ekki um annað, hugsaði ekki um annað og fann ekki neitt annað nema hana í hjarta sínu. Þetta stóð yfir svona fyrstu 3 mánuðina.
Svo, fór blossinn að dofna, gallarnir komu í ljós og hún, sem var svo fullkomin fyrir nokkrum mánuðum var nú orðin ansi pirrandi.

Nú er það þessi önnur stelpa, þessi fallega,þessi “ósnertanlega”.
Hann hugsar ekki um annað, talar ekki um annað og dreymir ekki um annað en hana. Endalausar vangaveltur um hvort hann gæti einhverntímann fengið hana eða hvort einhverntímann hann gæti hætt að hugsa um hana, hætt að girnast hana án þess að það komi of áberandi í ljós. Líður eins og umsátursmanni sem fylgist með hverri hreyfingu úr fjarlægð, og bíður eftir rétta augnablikinu til að nýta sér það til að ræna hjarta hennar og sleppa því aldrei lausu.

Ég veit fyrir víst að hún ber sömu tilfinningar í hans garð en getur ekki sagt það, getur bara látið sig dreyma.
Hann vill ekki fórna þessu sambandi sínu við kærustuna strax, vill ekki strax gefa það upp á bátinn, vill reyna kveikja aftur í þessu eldfima báli sem blossar upp við hvert augnlit, en þó kemur hann engu í verk. Allt er í orði en ekki á borði.

Vonin er farin og vonleysið komið til að vera í þessu sambandi.

Fyrir mér, þegar ég lít á það með augum hlutleysinnar.. skil ég ekki afhverju fólk telur sig ekki eiga séns í sumar manneskjur eða telur sig of góðar. Og afhverju ekki að eltast við það sem manni langar í þá og þessa stundina?
Hann er hvort sem er of ungur til að skuldbinda sig, afhverju bara ekki að taka af skarið, slá til og sjá hvert spennan leiðir sig? Afhverju bara ekki að hætta að finna til ósjálfstrausti og óöryggis og tala, spyrja og sjá hvaða viðbrögð og tilfinningar maður fær til baka?

Ég ráðlagði honum, þar sem hann er enn ungur og Á að kynnast fleiru fólki að fylgja hjartanum, það sem meira er.. (og það sem engin skynsemi er í;) ..fylgja þessari girnd í þá “ósnertanlegu”, (en þó bara upp að vissum mörkum:SJÁLFSTJÓRN:), og sjá hvert hún leiðir mann…

…Fyrr en varir er maður aftur svífandi á bleika skýinu með örvarnar í rassinum, undirbúinn því að falla til jarðar með skelli á ný.

Kv. -Cap2