Að deja fyrir ást Er þetta ekki kaldhæðni? Við segjum að ást sé þess virði að deja fyrir, en þegar við erum tilbúin til þess að gera það þá segja allir að maður sé þunglindur og senda mann til sála.
Málið er það að var í sambúð með stelpu og það var nú kanski ekkert alltof gott síðastliðið haust kanski vegna þess að ég var að vinna mikið á því tímabili og gat lítið verið heima með henni og hún kvartaði sáran undan því, og var mjög leið vegna þess að hún elskaði mig mjög mikið (svo sögðu dagbækurnar hennar sem ég las, en ekki í leifisleisi). Einn góðan veðurdag þá ákvað ég nú að minka viðveruna í vinnunni og vera meira heima, en kanski var það orðið of seint því ég var mest einn heima á kvöldin því kærasta þessi var nú búin að auka viðveru sína með vinkonum sínum. Mér leidist það og fór að vera meira í vinnunni aftur. Þannig liðu nú 2-3 mánuður þegar ég fór að hugsa með mér að þetta væri nú sennilega ekki það sem maður kallaði eðlilegt samband, (að hittast bara rétt til að sofna) og fór að spekúlera hvað væri hægt að gera í þessu [takið eftir því að flestar huxannir fara framm í sitthvoru horninu, og vitsmunaleg samskipti voru í lámarki] og kommst í raun ekki að neinni niðurstöðu nema það að því meira sem ég hugsaði um hana og sambandið þá fór ég að finna þessa gömlu góðu tilfinningu sem var svo áberandi fyrstu 6 mánuðina í sambandinu þ.e.a.s ást. Og mikið var það æðisleg tilfinning. En ekki fékk ég að venjast þessarri tilfinningu of lengi því svona 3-4 dögum eftir þessa uppgvötun mína þá er komin helgi, og ég var svo svakalega heppin að vera á 12 tíma vöktum þessa helgi, en var búin að ákveða að breita um vinnu og finna nýja vinnu til að geta verið heima um helgar og á kvöldin. En á laugardeginum þá hringir kærastan þessi í mig og spyr hvort það sé í lagi að það verði partý heima um kvöldið, hún og 5 vinkonur ætluðu að fá sér aðeins neðaníðí áður en þær færu á djammið. Ég sagði henni að mér litist ekkert alltof vel á þessa hugmynd vegna þess að ég var sjáfur að vinna og gat ómögulega veið memm… alltílagi með það. En svo kemur kvöld og ég fæ hringingu sem upplýsir mig um það að það verði teiti heima hjá mér um kvöldið vegna þess að það gekk ekki að halda þessa upphitun neinstaðar annarstaðar. Ég ákvað að taka mér smá yfirvinnu og hanga í vinnunni þartil þetta teiti væri búið og fór þá heim að sofa, þegar ég vaknaði daginn eftir þá var kærastan ekki enþá komin heim og hafði gist hjá vinkonu sinni, sennielga vegna þess að ég lét hana vita að mér þætti þetta illa gert, sennilega var ég of orðljótur…
<p>
Wops… ég ætlaði nú ekki að skrifa neina bók sko, en allavega.<br>
Eftir þetta þá flytur hún út og ég er fullkomnlega sáttur við það… Í 3 daga… þá man ég heversu mikið ég elskaði þessa stelpu og að í raun þá væri hún það dýrmætasta sem ég hafði og að ég elskaði hana meira en nokkuð annað, og ég ætti nú allveg að geta fyrirgefið smá laugardax djamm. En allt kemur fyrir ekki og hún segir mér að hún einfaldlega elski mig ekki, mér fanst það nú hálf skrítið og reindi að segja henni heversu auðveldlega við hefðum gefist upp, en… hún bara elskar mig ekki… en ég elska hana, meira en nokkuð annað. Hún var tilgangurin með lífi mínu og ég hefði verið tilbúin til að deja fyrir hana án þess að hika. En hún elskar mig ekki. Tilgangurin með lífi mínu elskar mig ekki, til hvers þá að lifa?…<br>
Ég er ekki að lýsa því yfir að ég ætli að fyrirfara mér. Ég er of þrjóskur til þess og svo mundi ég alldrei þora því. En ástin getur farið illa með mann.