Kæru hugarar, ég á við ákveðið vandamál að stríða of ef einhver hefur lent í því sama þætti mér vænt um að fá ráð.

Málið er þannig að ég og kærastinn minn byrjuðum saman fyrir um það bil 5 mánuðum. Ég hef oft verið í sambandi áður en bara stuttum og hef aldrei orðið ástfangin. Þar til núna. Hann er ólíkur öllum sem ég hef kynnst, fallegur, gáfaður góður fyndinn skemmtilegur og allt sem ég get hugsað mér að finna í einni manneskju.

Og ég er orðin ástfangin. ég sakna hans alltaf þegar hann er ekki hjá mér, ég er alltaf að hugsa um hann og get ekki beðið eftir að hitta hann. og ég er skíthrædd við það. ég hugsa oft um að slíta þessu útaf sársaukanum sem á eftir að verða þegar við hættum saman því ég hugsa þannig að ég veit að það á eftir að gerast, og þá er ekki eins sárt að enda þetta núna.

Að hætta með honum er það síðasta sem ég vil en ég vil ekki vera svona yfir mig ástfangin af honum því að það er svo erfitt með mína asnalega hugarfari, en ég get ekki breytt því. hef reynt. ég hef alltaf verið hrædd við skuldbindingar og alltaf flúið burt þegar tilfinningar fara að blossa upp, en núna vill ég það ekki en vil samt ekki halda áfram!

Hvað er til ráðs fyrir mig?
eða er ég bara kanski hopeless case?
plís gefið mér einhverja lausn, áður en ég verð geðveik…
kv. aras