Einhverja hluta vegna stóð ég í þeirri merkingu lengi vel að stelpur væru meiri tilfinningaverur heldur en við karlmennirnir og að þær væru í meiri snertingu við tilfinningar sínar. Ég veit ekki afhverju ég hélt þetta - kannski eitthvað úr samfélaginu, blöðunum, sjónvarpinu - þ.e. fjölmiðlum. Reynsla mín er minnsta kosti önnur. Strákar og stelpur eru alveg eins að þessu leiti og lítill munur þar á, þetta er s.s. einstaklingsbundið. En snúum okkur þá að ástæðu þess að ég skrifa þetta. Það besta sem karlar og konur geta gert í samböndum sínum er að tala saman þ.e. tala um tilfinningar sínar ef fólk getur ekki talað um það við hvort annað má alltaf búast við miklum vandræðum í samböndum og stelpur eiga alveg jafn erfitt með þetta og við strákarnir og þær eiga alveg jafn erfitt með að skilja sínar tilfinningar eins og við svo að við verðum að hjálpa þeim (og þær okkur) til þess að tala um þessa hluti. Það er hægt að leysa öll vandamál og ef maður treystir einhverjum öðrum fyrir sínum tilfinningum er það mun auðveldara. Ég vona að einhver skilji hvað ég er að reyna að segja og að þetta geti hjálpað einhverjum.