Til að byrja með er þetta ekkert kvörtunar/vælu grein um hvernig kærastan mín féll fyrir eldri “karlmann” eða hvað eldri “karlmenn” höstla meira en ég, þvert á móti. Ég vil virkilega vita afhverju stelpur á unglings aldri(frá 13-20) falla frekar fyrir eldri “karlmönnum” heldur en jafnaldra/jafnþroska. Það hefur verið sagt við mig frá því ég var 12 að stelpur séu bara einfaldlega þroskaðri en strákar “punktur” en þessi alhæfing er þvílík þvæla. Auðvitað er misjafnur þroski á einstaklingum en það sannar ekkert að stelpur séu þroskaðri en strákar og auðvitað eru stelpur fljótari að ná líkamlegum þroska en andlegur þroski er einstaklingsbundinn varðandi uppeldi, umhverfi og reynslu. Strákar, hugsið ykkur þrýsting sem fylgir stelpum að vera “þroskaðri” en við, iss ég myndi aldrei nenna að uppfylla þessa þvælu sem myndi breyta skoðun/persónunni minni vegna þess að allir hinir segja þetta.
Ég á bróður sem er 22 og systir sem er 20 og bróðir minn er alltaf að dissa systir mína vegna þess að hún er með 25 ára “karlmanni”. Þau byrjuðu saman þegar hún var busi í menntask. (16 og hann 21) en hann var bara að vinna (kláraði aldrei menntask.) En allavega, á þessum tíma sem þau hafa verið saman hefur hann haldið margoft framhjá henni og gert eina stelpu ófríska sem var 17 og hann 22 en samt tekur/fyrirgefur systir mín hann alltaf aftur og aftur. Mér finnst þessi dæmisaga(sem er ekki alhæfing á stelpur) ekki sýna þroska né sjálfstæði. Ég og bróðir minn erum sem bestu vinir og erum alltaf að reyna tala systir okkar til, en án árangurs.
Fyrir nokkru spurði ég bróður minn hvort hann vissi e-ð betur um þetta fyrirbæri vegna þess að hann væri orðinn 22 og hann sagði að þeir strákar sem eru að höstla 3-5 árum yngri stelpur eru oftast þeir sem eru óþroskaðir og geta ekkert betur en það að vera með yngri stelpum. Ekki misskilja það að bróðir minn sé bara einhver nörd sem á enga vini og er bitur útí þessa “yngri-stelpu-höstlara” heldur er hann í námi og vinnu sem grafískur hönnuður og er með jafnaldra “konu”(algjör gíga-beib) sem er líka í námi og vinnur í kaffihúsi og ég spurði hana afhverju(þið vitið hvað) og hún sagði að flestar stelpur vilja eldri “karlmenn” vegna þess að það þykir þroskandi að vera með eldri “jafnþroska karlmenn” sem eru álíka jafn þroskaðir og 17 ára graðnaglar sem eiga flotta bíla og eru í vinnu.
Það sem ég vil að þið svarið mér er hvað ykkur finnst í alvöru!
stelpur jafnt sem strákar.